Innlent

Einn aldraður á Bergi í Bolungarvík með Covid-19 og tveir í einangrun

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Berg í Bolungarvík er hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
Berg í Bolungarvík er hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Bolungarvík.is

Einn vistamaður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur smitast af sjúkdómnum Covid-19. Grunur leikur á að tveir í viðbót séu smitaðir en sýni frá þeim eru til rannsóknar.  Aðrir vistmenn eru komnir í sóttkví.  Fólkið smitaðist líklega af starfsmanni heimilisins en stór hluti starfsmanna er einnig í sóttkví. 

Tekin voru sýni af íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eftir að starfsmaður heimilisins reyndist smitaður að sögn Guðbjargar Stefaníu Hafþórsdóttur varaforseta bæjarstjórnarinnar í Bolungarvík. Í morgun kom í ljós af einn íbúi smitast af sjúkdómnum.  Þá eru tíu starfsmenn í sóttkví. 

Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mikið álag á stofnuninni.

Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir.

„Við höfum þurft að kalla til bakvarðasveit á hjúkrunarheimilið svo þjónustan reynist góð þar. Það er nokkuð álag á öðrum deildum heilbrigðisstofnunarinnar núna. Bæði vegna sóttkvíar starfsfólks og hvernig við þurfum að haga okkur núna. Við þurfum að gefa okkur að allir sem koma inn séu Covid smitaðir. Það er töluvert álag á Ísafirði og í Bolungarvík,“ segir Gylfi. 

Um mánaðamótin voru aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hertar á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að sporna við smiti. 26 manns hafa nú greinst með Covid 19 á Ísafirði og Bolungarvík. 

„Nokkur sýni sem hafa verið að koma hafa verið eru jákvæð svo höfum við verið að taka um 30 sýni. Það má því búast við að tala þeirra sem þurfa að fara í sóttkví eigi eftir að hækka,“ segir Gylfi.  

Gylfi segir að enn hafi enginn veikst alvarlega en ef það gerist þurfi að senda fólk á Landpítalann.


Tengdar fréttir

Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu

Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum.

Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum

Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×