Enski boltinn

Brad Friedel samdi við Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Bandaríski markvörðurinn Brad Friedel hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham en samningur hans við Aston Villa rann út nú í lok leiktíðarinnar.

Friedel er 40 ára gamall og er talið að hann hafi skrifað undir tveggja ára samning við Tottenham.

„Það er gott að vera með þrjá reynda markverði í hópnum - þá Heurelho Gomes, Carlo Cudicini og nú Brad Friedel,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham.

„Það þýðir að það verði samkeppni um sæti í byrjunarliðinu á næsta tímabili, sérstaklega þar sem að við munum vonandi spila marga leiki.“

Friedel hefur verið lengi í Englandi en hann kom fyrst til Liverpool árið 1997. Hann var svo á mála hjá Blackburn í átta ár þar sem hann lék 356 leiki. Hann fór svo til Aston Villa fyrir þremur árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×