Gaf Ólympíusafninu handrit sem hann keypti á meira en milljarð íslenskra króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 19:45 Alisher Usmanov og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, með handritið. Mynd/Twitter/IOC Rússneski milljarðamæringurinn AlisherUsmanov kom í dag færandi hendi með mjög rausnarlega gjöf á Ólympíusafnið í Lausanne í Sviss. Það vissu fáir af því að það hefði verið AlisherUsmanov sem rétt fyrir jól keypti Stefnuyfirlýsingu nútíma Ólympíuleikanna frá árinu 1892. „Ég trúi því að Ólympíusafnið sé besti staðurinn til að hýsa þetta ómetanlega handrit,“ sagði AlisherUsmanov. Hann er kannski þekktastur fyrir að átti 30 prósent í Arsenal til ársins 2018. Handritið seldist fyrir 6,8 milljónir punda á uppboði rétt fyrir jól en það jafngildir meira en 1,1 milljarði íslenskra króna. Það vissi enginn hver hafði keypt það fyrr en í dag. Útboðið á handritinu tók um tíu mínútur og á meðan hækkaði verðið frá einni milljón Bandaríkjadala upp í 8,8 milljónir dala. Usmanov had bought the 14-page document penned by IOC founder Pierre de Coubertin, advocating the resurrection of the ancient Greek Games, for a record $8.8 million at auction in New York in December. #Olympicshttps://t.co/xtdltVAiFv— Firstpost Sports (@FirstpostSports) February 10, 2020 Engar menjar eða munir tengdir íþróttasögunni hafa selst fyrir meiri pening í sögunni. Handrit þetta telur alls fjórtán síður og það var handskrifað af stofnanda nútíma Ólympíuleikanna, Frakkanum PierredeCoubertin.PierredeCoubertin endurvakti Ólympíuleikanna seint á nítjándu öld en fyrstu nútíma sumarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1896 í Aþenu. Í stefnuyfirlýsingunni skrifar hann um að byggja nútíma Ólympíuleikana á Ólympíuleikunum fornu sem haldnir voru í Grikklandi í fornöld. Pierre de Coubertin’s historic founding text finds its home at The @OlympicMuseum in Lausanne The donor is revealed as Alisher Usmanov, President of the International Fencing Federation @FIE_fencing. pic.twitter.com/lpyxPqGSbU— IOC MEDIA (@iocmedia) February 10, 2020 „Við urðum vitni af sögulegum atburði í dag. Í fyrsta lagi sjáum við þetta sögulega plagg, handritið af ræðunni sem lagði grunninn að stofnun Ólympíuhreyfingarinnar og í öðru lagi verðum við vitni af því þegar þetta handrit kemur aftur heim og þangað sem það á heima,“ sagði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Handritið bætti metið yfir dýrustu íþróttamynjar sögunnar en það átti áður treyja sem hafnabolta súperstjarnan Babe Ruth klæddist og seldist á sínum tíma á 5.64 milljónir Bandaríkjadala. Ólympíuleikar Rússland Sviss Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Rússneski milljarðamæringurinn AlisherUsmanov kom í dag færandi hendi með mjög rausnarlega gjöf á Ólympíusafnið í Lausanne í Sviss. Það vissu fáir af því að það hefði verið AlisherUsmanov sem rétt fyrir jól keypti Stefnuyfirlýsingu nútíma Ólympíuleikanna frá árinu 1892. „Ég trúi því að Ólympíusafnið sé besti staðurinn til að hýsa þetta ómetanlega handrit,“ sagði AlisherUsmanov. Hann er kannski þekktastur fyrir að átti 30 prósent í Arsenal til ársins 2018. Handritið seldist fyrir 6,8 milljónir punda á uppboði rétt fyrir jól en það jafngildir meira en 1,1 milljarði íslenskra króna. Það vissi enginn hver hafði keypt það fyrr en í dag. Útboðið á handritinu tók um tíu mínútur og á meðan hækkaði verðið frá einni milljón Bandaríkjadala upp í 8,8 milljónir dala. Usmanov had bought the 14-page document penned by IOC founder Pierre de Coubertin, advocating the resurrection of the ancient Greek Games, for a record $8.8 million at auction in New York in December. #Olympicshttps://t.co/xtdltVAiFv— Firstpost Sports (@FirstpostSports) February 10, 2020 Engar menjar eða munir tengdir íþróttasögunni hafa selst fyrir meiri pening í sögunni. Handrit þetta telur alls fjórtán síður og það var handskrifað af stofnanda nútíma Ólympíuleikanna, Frakkanum PierredeCoubertin.PierredeCoubertin endurvakti Ólympíuleikanna seint á nítjándu öld en fyrstu nútíma sumarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1896 í Aþenu. Í stefnuyfirlýsingunni skrifar hann um að byggja nútíma Ólympíuleikana á Ólympíuleikunum fornu sem haldnir voru í Grikklandi í fornöld. Pierre de Coubertin’s historic founding text finds its home at The @OlympicMuseum in Lausanne The donor is revealed as Alisher Usmanov, President of the International Fencing Federation @FIE_fencing. pic.twitter.com/lpyxPqGSbU— IOC MEDIA (@iocmedia) February 10, 2020 „Við urðum vitni af sögulegum atburði í dag. Í fyrsta lagi sjáum við þetta sögulega plagg, handritið af ræðunni sem lagði grunninn að stofnun Ólympíuhreyfingarinnar og í öðru lagi verðum við vitni af því þegar þetta handrit kemur aftur heim og þangað sem það á heima,“ sagði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Handritið bætti metið yfir dýrustu íþróttamynjar sögunnar en það átti áður treyja sem hafnabolta súperstjarnan Babe Ruth klæddist og seldist á sínum tíma á 5.64 milljónir Bandaríkjadala.
Ólympíuleikar Rússland Sviss Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira