Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli 17. júní 2010 16:43 Frá Brussel Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Með ákvörðuninni færist Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli. Ákvörðunin kemur í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB í áliti hennar um aðildarumsókn Íslands frá því í lok febrúar á þessu ári, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Í niðurstöðum leiðtogafundar ESB í dag kemur meðal annars skýrt fram að Ísland uppfylli hin pólitísku skilyrði aðildar sem sett voru fram í ályktun leiðtogaráðsins í Kaupmannahöfn árið 1993. Einnig kemur fram að viðræður muni miða að því með hvaða hætti Ísland taki upp regluverk Evrópusambandsins, uppfylli fyrirliggjandi skuldbindingar skv. ábendingum ESA og í samræmi við EES-samninginn, og bregðist við athugasemdum sem gerðar voru í áliti framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið fagnar staðfestu íslenskra stjórnvalda í því tilliti og tekur fram að viðræðuferlið muni byggjast á eigin verðleikum Íslands sem umsóknarríkis og að framvinda viðræðna fari eftir því hvernig Íslandi tekst að mæta þeim skilyrðum sem sett verða í samningsrammanum. Með ákvörðun leiðtogaráðsins færist Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli. ESB mun á næstu vikum vinna að samningsramma um skipulag fyrirhugaðra viðræðna sem öll aðildarríkin þurfa að samþykkja. Því næst fer fram ríkjaráðstefna þar sem Ísland og ESB munu formlega hleypa viðræðum af stokkunum. Að henni lokinni hefst svokölluð rýnivinna þar sem löggjöf Íslands og löggjöf ESB verður borin saman í því skyni að finna út hvar ber á milli og hvað þarf að semja um. Þegar rýnivinnu er lokið, þegar líður á næsta ár, hefjast svo eiginlegar viðræður. Í samræmi við lýðræðislega ákvörðun meirihluta Alþingis um að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB, mun aðildarsamningur við ESB verða borinn undir íslensku þjóðina. Samninganefnd Íslands mun halda áfram undirbúningi fyrirhugaðra aðildarviðræðna í nánu samráði við Alþingi og hina fjölmörgu hagsmunaðila og félagasamtök sem koma að umsóknarferlinu hér innanlands. Auk undirbúnings rýnivinnu mun samninganefndin og þeir 10 samningahópar sem starfa undir henni vinna að mótun samningsafstöðu Íslands í einstökum köflum. Þegar liggur fyrir að 22 af þeim 33 köflum Evrópulöggjafarinnar sem semja þarf um hafa þegar að mestu verið teknir upp í íslenska löggjöf í gegnum þátttökuna í Evrópska Efnahagssvæðinu. Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Með ákvörðuninni færist Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli. Ákvörðunin kemur í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB í áliti hennar um aðildarumsókn Íslands frá því í lok febrúar á þessu ári, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Í niðurstöðum leiðtogafundar ESB í dag kemur meðal annars skýrt fram að Ísland uppfylli hin pólitísku skilyrði aðildar sem sett voru fram í ályktun leiðtogaráðsins í Kaupmannahöfn árið 1993. Einnig kemur fram að viðræður muni miða að því með hvaða hætti Ísland taki upp regluverk Evrópusambandsins, uppfylli fyrirliggjandi skuldbindingar skv. ábendingum ESA og í samræmi við EES-samninginn, og bregðist við athugasemdum sem gerðar voru í áliti framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið fagnar staðfestu íslenskra stjórnvalda í því tilliti og tekur fram að viðræðuferlið muni byggjast á eigin verðleikum Íslands sem umsóknarríkis og að framvinda viðræðna fari eftir því hvernig Íslandi tekst að mæta þeim skilyrðum sem sett verða í samningsrammanum. Með ákvörðun leiðtogaráðsins færist Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli. ESB mun á næstu vikum vinna að samningsramma um skipulag fyrirhugaðra viðræðna sem öll aðildarríkin þurfa að samþykkja. Því næst fer fram ríkjaráðstefna þar sem Ísland og ESB munu formlega hleypa viðræðum af stokkunum. Að henni lokinni hefst svokölluð rýnivinna þar sem löggjöf Íslands og löggjöf ESB verður borin saman í því skyni að finna út hvar ber á milli og hvað þarf að semja um. Þegar rýnivinnu er lokið, þegar líður á næsta ár, hefjast svo eiginlegar viðræður. Í samræmi við lýðræðislega ákvörðun meirihluta Alþingis um að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB, mun aðildarsamningur við ESB verða borinn undir íslensku þjóðina. Samninganefnd Íslands mun halda áfram undirbúningi fyrirhugaðra aðildarviðræðna í nánu samráði við Alþingi og hina fjölmörgu hagsmunaðila og félagasamtök sem koma að umsóknarferlinu hér innanlands. Auk undirbúnings rýnivinnu mun samninganefndin og þeir 10 samningahópar sem starfa undir henni vinna að mótun samningsafstöðu Íslands í einstökum köflum. Þegar liggur fyrir að 22 af þeim 33 köflum Evrópulöggjafarinnar sem semja þarf um hafa þegar að mestu verið teknir upp í íslenska löggjöf í gegnum þátttökuna í Evrópska Efnahagssvæðinu.
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira