Vigdís: "Ekki halda þessu áfram með þessum hætti“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. ágúst 2013 20:12 Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í Bítinu á Bylgjunni um málefni Ríkisútvarpsins og fréttastofu RÚV hafa vakið mikla athygli. Orðrétt sagði Vigdís í þættinum: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. (leturbr. blm.) Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í hádegisfréttum okkar að hann teldi að þessi ummæli hafi verið sett fram í fljótfærni. Spurningin sem blasir við er þessi: Mun vera Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og í fjárlaganefnd Alþingis skaða þá miklivægu fjárlaga- og hagræðingarvinnu sem er framundan í rekstri ríkissjóðs? Því hefur verið haldið fram að hún þurfi að víkja úr hagræðingarhópnum eftir þessa framgöngu. Vigdís segir sjálf að í ummælum sínum hafi ekki falist hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem henni er ekki þóknanlegur.Þessi ummæli þín, eru þau ekki til þess fallin að skaða trúverðugleika vinnu hagræðingarhópsins? „Ég tel svo alls ekki vera því ef að fólk hlustar á viðtalið allt þá kemur það fram á einum stað í viðtalinu að ég sé ekki að snúa þessu að mér persónulega heldur er þetta mín almenna skoðun,“ segir Vigdís.„Þetta samtal þróaðist með þessum hætti“Með því að segja að það þurfi að skera niður hjá Ríkisútvarpinu af því að fréttaflutningurinn er lélegur er það ekki eins og að segja að það þurfi að skera niður hjá Þjóðleikhúsinu af því síðasta frumsýning heppnaðist illa? „Ekki halda þessu áfram með þessum hætti. Ég er búinn að útskýra mál mitt. Þetta er bara þannig að það liggur allur ríkisreksturinn undir starfi þessarar nefndar. Það er samkvæmt okkar erindisbréfi. Þetta samtal þróaðist með þessum hætti í gær svo vitum við hvað gerðist í gærdag varðandi það sem fór inn á netið og annað. Þannig að það liggur allt undir."Þú heldur ekki að niðurskurður hjá RÚV verði gerður tortryggilegur úr þessu? „Nei, að sjálfsögðu ekki." Okkur lék forvitni á að vita hvort forsætisráðherra, samflokksmaður Vigdísar og formaður Framsóknarflokksins, væri sammála Vigdísi. Okkur var hins vegar sagt í forsætisráðuneytinu að ráðherrann myndi ekki tjá sig um ummælin í bili. Sjálf segir Vigdís að enginn í þingflokki Framsóknar hafi gert athugasemdir við ummæli hennar um RÚV. „Nei, enginn,“ segir hún. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í Bítinu á Bylgjunni um málefni Ríkisútvarpsins og fréttastofu RÚV hafa vakið mikla athygli. Orðrétt sagði Vigdís í þættinum: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. (leturbr. blm.) Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í hádegisfréttum okkar að hann teldi að þessi ummæli hafi verið sett fram í fljótfærni. Spurningin sem blasir við er þessi: Mun vera Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og í fjárlaganefnd Alþingis skaða þá miklivægu fjárlaga- og hagræðingarvinnu sem er framundan í rekstri ríkissjóðs? Því hefur verið haldið fram að hún þurfi að víkja úr hagræðingarhópnum eftir þessa framgöngu. Vigdís segir sjálf að í ummælum sínum hafi ekki falist hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem henni er ekki þóknanlegur.Þessi ummæli þín, eru þau ekki til þess fallin að skaða trúverðugleika vinnu hagræðingarhópsins? „Ég tel svo alls ekki vera því ef að fólk hlustar á viðtalið allt þá kemur það fram á einum stað í viðtalinu að ég sé ekki að snúa þessu að mér persónulega heldur er þetta mín almenna skoðun,“ segir Vigdís.„Þetta samtal þróaðist með þessum hætti“Með því að segja að það þurfi að skera niður hjá Ríkisútvarpinu af því að fréttaflutningurinn er lélegur er það ekki eins og að segja að það þurfi að skera niður hjá Þjóðleikhúsinu af því síðasta frumsýning heppnaðist illa? „Ekki halda þessu áfram með þessum hætti. Ég er búinn að útskýra mál mitt. Þetta er bara þannig að það liggur allur ríkisreksturinn undir starfi þessarar nefndar. Það er samkvæmt okkar erindisbréfi. Þetta samtal þróaðist með þessum hætti í gær svo vitum við hvað gerðist í gærdag varðandi það sem fór inn á netið og annað. Þannig að það liggur allt undir."Þú heldur ekki að niðurskurður hjá RÚV verði gerður tortryggilegur úr þessu? „Nei, að sjálfsögðu ekki." Okkur lék forvitni á að vita hvort forsætisráðherra, samflokksmaður Vigdísar og formaður Framsóknarflokksins, væri sammála Vigdísi. Okkur var hins vegar sagt í forsætisráðuneytinu að ráðherrann myndi ekki tjá sig um ummælin í bili. Sjálf segir Vigdís að enginn í þingflokki Framsóknar hafi gert athugasemdir við ummæli hennar um RÚV. „Nei, enginn,“ segir hún.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira