Innlent

Hrafnistumenn með töluverða yfirburði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það gerðist nú ekkert óvænt. Hrafnistumenn fóru með mikinn sigur af hólmi," sagði Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, eftir að niðurstöður í púttkeppni á milli vistmanna á Hrafnistu í Hafnarfirði og bæjarfulltrúa lágu fyrir á þriðja tímanum í dag. Pétur segir að meðaltal efstu manna hjá Hrafnistu hafi verið um 65 stig en í bæjarstjórninni hafi það verið um 77. Því er ljóst að yfirburðir Hrafnistumanna voru nokkrir.

„Það var mikil stemning þrátt fyrir að veðurspáin hafi ekki verið góð," segir Pétur, aðspurður um stemninguna í hópnum. Hann segir að pútt sé mjög vinsælt tómstundargaman hjá íbúum Hrafnistuheimilanna. Íbúarnir séu í hörkuformi.

Pétur segir að aldur þátttakenda á mótinu sé mjög dreifður, en sem dæmi má nefna að Hörður Hjartarson, sem varð í öðru sæti, er 89 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×