Enski boltinn

Cardiff og Birmingham skildu jöfn á St. Andrews

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn liðanna hituðu upp í bolum til heiðurs Fabrice Muamba.
Leikmenn liðanna hituðu upp í bolum til heiðurs Fabrice Muamba. Nordic Photos / Getty
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn með Cardiff sem gerði 1-1 jafntefli gegn Birmingham á St. Andrews í dag.

Norski landsliðsmaðurinn Erik Huseklepp kom heimamönnum yfir á 68. mínútu. Tíu mínútum síðar jafnaði Mark Hudson fyrir gestina frá Wales.

Eftir jafnteflið eru bæði lið með 60 stig í 6.-8. sæti deildarinnar ásamt Blackpool. Cardiff stendur þó verst að vígi með lakasta markahlutfallið.

Þetta var fjórði leikur Cardiff í röð án sigurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×