Flugbraut lögð af og blönduð byggð reist 19. apríl 2013 19:06 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði í dag undir samkomulag við Jón Gnarr borgarstjóra um að hluti flugvallarsvæðisins í Vatnsmýri verði tekinn undir blandaða byggð og að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lögð af, - gegn því að borgin leyfi að ný flugstöð verði reist. Samkomulag innanríkisráðherrans og borgarstjórans var undirritað í afgreiðslu Flugfélags Íslands og staðfestir samkomulag sem Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, undirrituðu á sama stað fyrir sex vikum. Samkvæmt því eignast borgin hluta af flugvallarsvæðinu til að byggja þar 800 íbúðir í blandaðri byggð. Fallið er frá byggingu samgöngumiðstöðvar en aðstaða farþega verður í staðinn endurbætt með nýrri flugstöð. Svokallaðri norðaustur-suðvesturbraut verður lokað, en ekki er gert ráð fyrir því að í staðinn verði sambærileg flugbraut í Keflavík opnuð á ný, eins og upphaflega var sett sem skilyrði fyrir lokun þessarar brautar í Reykjavík. Í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði varaði einn reyndasti flugmaður Íslendinga, Ómar Ragnarsson, við því að umræddu svæði yrði ráðstafað undir byggð þar sem með því yrði besta mögulega málamiðlun um framtíð flugvallar í Vatnsmýri útilokuð, málamiðlun sem gerir ráð að austur-vestur-brautin verði aðalflugbrautin en núverandi norður-suðurbraut víki fyrir minni norður-suðurbraut og með nýrri legu. Samkomulag innanríkisráðherra og borgarstjóra gerir ekki ráð fyrir að hnikað verði frá áformum borgarstjórnar Reykjavíkur um að norður-suðurbrautinni verði lokað árið 2016 og að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með einni flugbraut, austur-vesturbrautinni, til ársins 2024, þegar honum verður endanlega lokað. Tengdar fréttir Besta málamiðlun í Vatnsmýri útilokuð Besta mögulega málamiðlun um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri yrði útilokuð, segir atvinnuflugmaðurinn Ómar Ragnarsson, um þá ákvörðun fjármálaráðherra að selja borginni hluta flugvallarins undir íbúabyggð. Ómar, sem er einn reyndasti flugmaður Íslendinga, varar við því í samtali við Stöð 2 að umrætt svæði verði tekið undir íbúabyggð þar sem með því yrði girt fyrir málamiðlun sem kæmi til móts við kröfur um aukna íbúðabyggð en bætti jafnframt notagildi vallarins. Ómar segir að lenging austur-vestur-brautarinnar út í sjó, svo hún verði aðalbraut vallarins, geti ein og sér stórminnkað ónæði af flugvellinum. Hann vill jafnframt að skoðað verði að leggja nýja en styttri norður-suður-braut, til að nota í hvössum norðan- og sunnanáttum, nokkurn veginn eins og hér er sýnt, með stefnu framhjá Kársnesinu til suðurs en til norðurs yfir Arnarhól. Þannig mætti leggja af bæði núverandi norður-suðurbraut og litlu brautina og losa mikið rými undir byggð en halda notagildi vallarins. Ómar segir aðalatriðið að sýna framsýni og eyðileggja ekki í fljótræði möguleika á mismunandi lausnum. 18. mars 2013 18:45 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði í dag undir samkomulag við Jón Gnarr borgarstjóra um að hluti flugvallarsvæðisins í Vatnsmýri verði tekinn undir blandaða byggð og að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lögð af, - gegn því að borgin leyfi að ný flugstöð verði reist. Samkomulag innanríkisráðherrans og borgarstjórans var undirritað í afgreiðslu Flugfélags Íslands og staðfestir samkomulag sem Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, undirrituðu á sama stað fyrir sex vikum. Samkvæmt því eignast borgin hluta af flugvallarsvæðinu til að byggja þar 800 íbúðir í blandaðri byggð. Fallið er frá byggingu samgöngumiðstöðvar en aðstaða farþega verður í staðinn endurbætt með nýrri flugstöð. Svokallaðri norðaustur-suðvesturbraut verður lokað, en ekki er gert ráð fyrir því að í staðinn verði sambærileg flugbraut í Keflavík opnuð á ný, eins og upphaflega var sett sem skilyrði fyrir lokun þessarar brautar í Reykjavík. Í fréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði varaði einn reyndasti flugmaður Íslendinga, Ómar Ragnarsson, við því að umræddu svæði yrði ráðstafað undir byggð þar sem með því yrði besta mögulega málamiðlun um framtíð flugvallar í Vatnsmýri útilokuð, málamiðlun sem gerir ráð að austur-vestur-brautin verði aðalflugbrautin en núverandi norður-suðurbraut víki fyrir minni norður-suðurbraut og með nýrri legu. Samkomulag innanríkisráðherra og borgarstjóra gerir ekki ráð fyrir að hnikað verði frá áformum borgarstjórnar Reykjavíkur um að norður-suðurbrautinni verði lokað árið 2016 og að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með einni flugbraut, austur-vesturbrautinni, til ársins 2024, þegar honum verður endanlega lokað.
Tengdar fréttir Besta málamiðlun í Vatnsmýri útilokuð Besta mögulega málamiðlun um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri yrði útilokuð, segir atvinnuflugmaðurinn Ómar Ragnarsson, um þá ákvörðun fjármálaráðherra að selja borginni hluta flugvallarins undir íbúabyggð. Ómar, sem er einn reyndasti flugmaður Íslendinga, varar við því í samtali við Stöð 2 að umrætt svæði verði tekið undir íbúabyggð þar sem með því yrði girt fyrir málamiðlun sem kæmi til móts við kröfur um aukna íbúðabyggð en bætti jafnframt notagildi vallarins. Ómar segir að lenging austur-vestur-brautarinnar út í sjó, svo hún verði aðalbraut vallarins, geti ein og sér stórminnkað ónæði af flugvellinum. Hann vill jafnframt að skoðað verði að leggja nýja en styttri norður-suður-braut, til að nota í hvössum norðan- og sunnanáttum, nokkurn veginn eins og hér er sýnt, með stefnu framhjá Kársnesinu til suðurs en til norðurs yfir Arnarhól. Þannig mætti leggja af bæði núverandi norður-suðurbraut og litlu brautina og losa mikið rými undir byggð en halda notagildi vallarins. Ómar segir aðalatriðið að sýna framsýni og eyðileggja ekki í fljótræði möguleika á mismunandi lausnum. 18. mars 2013 18:45 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Sjá meira
Besta málamiðlun í Vatnsmýri útilokuð Besta mögulega málamiðlun um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri yrði útilokuð, segir atvinnuflugmaðurinn Ómar Ragnarsson, um þá ákvörðun fjármálaráðherra að selja borginni hluta flugvallarins undir íbúabyggð. Ómar, sem er einn reyndasti flugmaður Íslendinga, varar við því í samtali við Stöð 2 að umrætt svæði verði tekið undir íbúabyggð þar sem með því yrði girt fyrir málamiðlun sem kæmi til móts við kröfur um aukna íbúðabyggð en bætti jafnframt notagildi vallarins. Ómar segir að lenging austur-vestur-brautarinnar út í sjó, svo hún verði aðalbraut vallarins, geti ein og sér stórminnkað ónæði af flugvellinum. Hann vill jafnframt að skoðað verði að leggja nýja en styttri norður-suður-braut, til að nota í hvössum norðan- og sunnanáttum, nokkurn veginn eins og hér er sýnt, með stefnu framhjá Kársnesinu til suðurs en til norðurs yfir Arnarhól. Þannig mætti leggja af bæði núverandi norður-suðurbraut og litlu brautina og losa mikið rými undir byggð en halda notagildi vallarins. Ómar segir aðalatriðið að sýna framsýni og eyðileggja ekki í fljótræði möguleika á mismunandi lausnum. 18. mars 2013 18:45