Telur Bjarnarflagsvirkjun ekki ógna lífríki Mývatns 19. apríl 2013 21:00 Forstjóri Landsvirkjunar segir unnt að reisa Bjarnarflagsvirkjun án þess að lífríki Mývatns sé á nokkurn hátt stefnt í hættu. Hann útilokar ekki nýtt umhverfismat en segir að allar athugasemdir hafi legið fyrir þegar Alþingi samþykkti virkjunina fyrir þremur mánuðum. Mótmæli náttúruverndarsamtaka gegn Bjarnarflagsvirkjun hafa verið áberandi frá því í haust en þrátt fyrir þau samþykkti Alþingi rammaáætlun í janúar þar sem grænt ljós var gefið á þessa umdeildu virkjun. Nú, þremur mánuðum síðar, tekur Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra undir kröfur um að Landsvirkjun fresti framkvæmdum í Bjarnarflagi. Í kappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram hjá Steingrími að hann vildi að dokað yrði við með Bjarnarflag en sjónum beint að Þeistareykjum í staðinn. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þrjá valkostir til að afla orku vegna stóriðju á Bakka; að styrkja flutningskerfið, að virkja í Bjarnarflagi eða Þeistareykjum, og býst við að stjórn fyrirtækisins ákveði í sumar hvaða kostur verði valinn. Hann viðurkennir að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar sé orðið nokkuð gamalt. Allar ábendingar hafi hins vegar verið komnar fram þegar rammaáætlun var samþykkt. Spurður hvort til greina komi að setja virkjunina aftur í umhverfismat kveðst Hörður ekki útiloka slíkt en ítrekar um leið að allar athugasemdir hafi verið komnar fram þegar rammaáætlun var samþykkt. Hörður kveðst skilja áhyggjur fólks vegna Mývatns. Þannig áformi Landsvirkjun ekki lengur 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi, heldur 45 megavatta. Hann segir Landsvirkjun telja að unnt sé að fara í framkvæmdir við Bjarnarflagsvirkjun án þess að lífríki Mývatns sé á nokkurn hátt stefnt í hættu. Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir unnt að reisa Bjarnarflagsvirkjun án þess að lífríki Mývatns sé á nokkurn hátt stefnt í hættu. Hann útilokar ekki nýtt umhverfismat en segir að allar athugasemdir hafi legið fyrir þegar Alþingi samþykkti virkjunina fyrir þremur mánuðum. Mótmæli náttúruverndarsamtaka gegn Bjarnarflagsvirkjun hafa verið áberandi frá því í haust en þrátt fyrir þau samþykkti Alþingi rammaáætlun í janúar þar sem grænt ljós var gefið á þessa umdeildu virkjun. Nú, þremur mánuðum síðar, tekur Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra undir kröfur um að Landsvirkjun fresti framkvæmdum í Bjarnarflagi. Í kappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram hjá Steingrími að hann vildi að dokað yrði við með Bjarnarflag en sjónum beint að Þeistareykjum í staðinn. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þrjá valkostir til að afla orku vegna stóriðju á Bakka; að styrkja flutningskerfið, að virkja í Bjarnarflagi eða Þeistareykjum, og býst við að stjórn fyrirtækisins ákveði í sumar hvaða kostur verði valinn. Hann viðurkennir að umhverfismat Bjarnarflagsvirkjunar sé orðið nokkuð gamalt. Allar ábendingar hafi hins vegar verið komnar fram þegar rammaáætlun var samþykkt. Spurður hvort til greina komi að setja virkjunina aftur í umhverfismat kveðst Hörður ekki útiloka slíkt en ítrekar um leið að allar athugasemdir hafi verið komnar fram þegar rammaáætlun var samþykkt. Hörður kveðst skilja áhyggjur fólks vegna Mývatns. Þannig áformi Landsvirkjun ekki lengur 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi, heldur 45 megavatta. Hann segir Landsvirkjun telja að unnt sé að fara í framkvæmdir við Bjarnarflagsvirkjun án þess að lífríki Mývatns sé á nokkurn hátt stefnt í hættu.
Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira