Stjórnvöld verða að grípa inn í Svavar Hávarðsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að gripið verði til opinberra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Niðurstöður úr gagnabanka embættisins sýna að smituðum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum – einkum á það við um sárasótt og lekanda. Þórólfur hefur lagt til að samvinna velferðarráðuneytisins og sóttvarnalæknis við heilbrigðiskerfið, skólakerfið og ýmis grasrótarsamtök, eins og HIV-Ísland og Samtökin 78, verði aukin í þessu skyni. Eins að skipaður verði starfshópur til að gera tillögur um aðgerðir.Þórólfur segir margt koma til greina sem viðbrögð við stöðunni, og þau verði að beinast að þeim hópum þar sem aukningin kemur helst fram – hjá samkynhneigðum karlmönnum. „Það er ákveðin fræðsla sem þarf líka að fara af stað fyrir ungmenni. Hún er í gangi í skólum landsins, en það þarf að skerpa á því starfi. Þetta er þróun sem við sjáum í nálægum löndum, sem er nákvæmlega eins og hér,“ segir Þórólfur og bætir við að það sé greinilegt að kynslóðirnar sem ekki muna óttann vegna HIV-faraldursins hegði sér samkvæmt því. Eins þurfi að tryggja hreinar nálar fyrir sprautufíkla og fjölga hraðgreiningarprófum og endurskipuleggja hvernig hægt er að nálgast fólk sem er smitað. Það sé athyglisvert að einstaklingar eru að greinast með alnæmi, sem er lokastig HIV-sjúkdómsins. „Það bendir til þess að margir einstaklingar geti verið lengi með sýkingu af völdum HIV án þess að hennar verði vart og er það áhyggjuefni. Við verðum að bregðast við þessu,“ segir Þórólfur en bætir við að allt kosti þetta peninga, mannafla og mikla vinnu. „Ég er að kalla eftir því að það verði farið ofan í alla þætti málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að gripið verði til opinberra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Niðurstöður úr gagnabanka embættisins sýna að smituðum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum – einkum á það við um sárasótt og lekanda. Þórólfur hefur lagt til að samvinna velferðarráðuneytisins og sóttvarnalæknis við heilbrigðiskerfið, skólakerfið og ýmis grasrótarsamtök, eins og HIV-Ísland og Samtökin 78, verði aukin í þessu skyni. Eins að skipaður verði starfshópur til að gera tillögur um aðgerðir.Þórólfur segir margt koma til greina sem viðbrögð við stöðunni, og þau verði að beinast að þeim hópum þar sem aukningin kemur helst fram – hjá samkynhneigðum karlmönnum. „Það er ákveðin fræðsla sem þarf líka að fara af stað fyrir ungmenni. Hún er í gangi í skólum landsins, en það þarf að skerpa á því starfi. Þetta er þróun sem við sjáum í nálægum löndum, sem er nákvæmlega eins og hér,“ segir Þórólfur og bætir við að það sé greinilegt að kynslóðirnar sem ekki muna óttann vegna HIV-faraldursins hegði sér samkvæmt því. Eins þurfi að tryggja hreinar nálar fyrir sprautufíkla og fjölga hraðgreiningarprófum og endurskipuleggja hvernig hægt er að nálgast fólk sem er smitað. Það sé athyglisvert að einstaklingar eru að greinast með alnæmi, sem er lokastig HIV-sjúkdómsins. „Það bendir til þess að margir einstaklingar geti verið lengi með sýkingu af völdum HIV án þess að hennar verði vart og er það áhyggjuefni. Við verðum að bregðast við þessu,“ segir Þórólfur en bætir við að allt kosti þetta peninga, mannafla og mikla vinnu. „Ég er að kalla eftir því að það verði farið ofan í alla þætti málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira