Frumsýnt á Vísi: Þú gætir fengið femínistablæti ef þú horfir á þetta vídjó Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. desember 2013 16:00 „Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag. Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi. „Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við. Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. „Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram. „Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við. Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli. „Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum. Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)Þórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirValdis SteinarsdóttirSólveig PálsdóttirTinna SverrisdóttirSalka Sól EyfeldBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirKatrín Helga AndrésdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirKolfinna NikulásdóttirÞuríður Blær Jóhannsdóttir Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag. Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi. „Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við. Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. „Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram. „Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við. Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli. „Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum. Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)Þórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirValdis SteinarsdóttirSólveig PálsdóttirTinna SverrisdóttirSalka Sól EyfeldBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirKatrín Helga AndrésdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirKolfinna NikulásdóttirÞuríður Blær Jóhannsdóttir
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira