Frumsýnt á Vísi: Þú gætir fengið femínistablæti ef þú horfir á þetta vídjó Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. desember 2013 16:00 „Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag. Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi. „Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við. Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. „Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram. „Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við. Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli. „Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum. Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)Þórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirValdis SteinarsdóttirSólveig PálsdóttirTinna SverrisdóttirSalka Sól EyfeldBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirKatrín Helga AndrésdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirKolfinna NikulásdóttirÞuríður Blær Jóhannsdóttir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er bara byrjunin,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir, einn meðlima Reykjavíkurdætra sem gefa út samnefnt lag í dag. Þær lögðu mikið í gerð myndbands við lagið sem er hér frumsýnt á Vísi. „Við tókum lagið upp á laugardaginn í stúdíóinu hjá Gnúsa Yones, og hann sá um taktsmíðar. Daginn eftir tókum við upp myndbandið, en það voru Helena Stefánsdóttir og Arnar Steinn Friðbjarnarson, sem leikstýrðu því,“ bætir Blær við. Að sögn Blævar var ótrúlega gaman að gera myndbandið. „Það er kraftur í okkur. Það er svo gaman að vinna með þessum hópi, því við erum allar svo skapandi með sköp og við skiptum sköpum í samfélaginu,“ heldur Blær áfram. „Við fórum til dæmis niður að Alþingishúsinu þar sem lögreglan var byrjuð að fylgjast með okkur, við erum svo harðar píur. Samt ekki lögbrjótar, en samt stundum,“ bætir Blær við. Reykjavíkurdætur standa fyrir rappkvennakvöldi þann 27. desember næstkomandi á Gauknum, en kvöldin hafa vakið mikla athygli. „Húsið opnar níu, og þar komum við allar fram, ásamt Betu Rokk sem hefur ekki stigið á stokk í áraraðir,“ segir Blær að lokum. Reykjavíkurdætur eru: (í þeirri röð sem þær birtast)Þórdís Björk ÞorfinnsdóttirÁsthildur SigurðardóttirValdis SteinarsdóttirSólveig PálsdóttirTinna SverrisdóttirSalka Sól EyfeldBergþóra EinarsdóttirAnna Tara AndrésdóttirKatrín Helga AndrésdóttirJóhanna Rakel JónasdóttirSalka ValsdóttirKolfinna NikulásdóttirÞuríður Blær Jóhannsdóttir
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira