Maðurinn sem ók bílnum sem valt á hliðina á Sæbraut í dag var í hjartastoppi þegar sjúkraflutningamenn komu að honum.
Hann var endurlífgaður af sjúkraflutningamönnum á vettvangi og er undir eftirliti á Landspítalanum, segir læknir á slysadeild Landspítalans. Maðurinn er ekki með alvarlega áverka af völdum bílveltunnar.
Maðurinn missti stjórn á bílnum, ók yfir umferðareyju og á öfugan vegarhelming upp í halla og velti bílnum.
Sæbrautinni var lokað vegna slyssins en þar hefur verið opnað aftur.
Var endurlífgaður á slysstað
Jón Hákon Halldórsson skrifar
