Sorpbrennsla: Sofandaháttur einkennir málið 12. maí 2011 10:00 Sorpbrennslan í Vestmannaeyjum. MYND/Óskar P. Friðriksson Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á fjölmörg atriði þar sem heilbrigðisyfirvöld brugðust í framkvæmd reglna um sorpbrennslustöðvar. Bæði umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa ráðist í að stórbæta verklag sitt að undanförnu. Ríkisendurskoðun fellir áfellisdóm yfir stjórnsýslu umhverfisyfirvalda vegna sorpbrennslna hér á landi og telur að Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið hafi brugðist eftirlitsskyldum sínum. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína þar sem fjallað er um framkvæmd reglna um sorpbrennslustöðvar hér á landi og eftirlit með starfsemi þeirra, en Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fór þess á leit við Ríkisendurskoðun í janúar að slík úttekt yrði gerð. Tilefnið var Funamálið svokallaða sem kom upp eftir að díoxín mældist í mjólk á einu lögbýli í Skutulsfirði og í ljós kom að íbúar á Ísafirði höfðu litlar sem engar upplýsingar fengið um mengun frá sorpbrennslunni Funa.Undanþága Árið 2000 gáfu Evrópuþingið og ráðherraráð ESB út tilskipun sem gerði strangari kröfur en áður giltu um hámarkslosun sorpbrennslna á mengandi efnum út í andrúmsloftið. Ákvæði tilskipunarinnar um hámarkslosun þýddu að sumar stöðvar urðu að setja upp fullkomnari brennslu- og reykhreinsunarbúnað en þær höfðu. Vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) bar stjórnvöldum að innleiða hér á landi tilskipanir ESB, þar á meðal á sviði umhverfismála. Þegar til kom töldu íslensk stjórnvöld að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir sorpbrennslur hér á landi ef ströngustu kröfum yrði fylgt. Því beitti umhverfisráðuneytið sér fyrir því að sorpbrennslurnar hér fengju undanþágu frá tilskipuninni. Rökin voru að hér á landi ríktu sérstakar aðstæður, sorpbrennslur væru svo litlar að mengun frá þeim væri óveruleg og hefði lítil sem engin áhrif á umhverfið. Þá yrði kostnaður við að uppfylla skilyrðin brennslunum ofviða. Framkvæmdastjórn ESB hafði sínar efasemdir enda var reynsla af litlum sorpbrennslum slæm í Evrópu; þær menguðu mikið og voru almennt illa reknar.Haldlaus rök Undanþágan fékkst, og þá hafa rök stjórnvalda hér væntanlega verið tekið góð og gild. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er það hins vegar upplýst að engin kostnaðargreining lá að baki fullyrðingum sveitarfélaga sem ráku sorpbrennslurnar um að þær yrðu knésettar með nýjum reglum. Ekkert lá heldur að baki fullyrðingum um litla mengun frá sorpbrennslum hér eða að stjórnvöld hefðu hugsað út í þann möguleika að fjármagna uppbyggingu mengunarvarnarbúnaðar til að uppfylla skilyrði tilskipunar ESB. Það sem stingur sérstaklega í augun er að tilurð strangari reglna um mengandi starfsemi má rekja til kröfu Íslendinga á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Rio de Janeiro árið 1992. Þar hafði Ísland frumkvæði að því að koma á alþjóðlegum reglum. Ísland fékk því undanþágu frá eigin baráttumáli.Skilyrði Undanþága frá ákvæðum tilskipunarinnar var veitt með skilyrðum árið 2003. Stöðvarnar áttu að mæla losun eiturefnisins díoxíns einu sinni og endurskoða átti undanþáguna að fimm árum liðnum eða þegar ódýrari tækni gerði stöðvunum mögulegt að uppfylla kröfur tilskipunarinnar.Ráðuneytið brást Ríkisendurskoðun telur að umhverfisráðuneytið hafi ekki framfylgt þessum skilyrðum. Hvað endurskoðun undanþágunnar varðar er dómur Ríkisendurskoðunar sá að þar hafi ráðuneytið brugðist með öllu; eðlilegt hefði verið í ljósi íslenskra hagsmuna að tryggja að endurskoðunin yrði framkvæmd innan tilsetts tíma. „Af gögnum málsins verður hins vegar ekki séð að umhverfisráðuneytið hafi haft neitt frumkvæði í þá veru," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun hnykkir á því að ráðuneytinu beri að hafa hagsmuni íslenskrar náttúru og íbúa á Íslandi að leiðarljósi. Hins vegar hafi öll áhersla umhverfisyfirvalda verið á að fá undanþágu án þess að ábyrgð væri skilgreind eða þá hvernig skyldi haga framkvæmd og eftirliti vegna aðlögunarinnar og tryggja hagsmuni almennings og náttúru á Íslandi.Díoxín í stórum skömmtum Árið 2007 var díoxínlosun mæld hjá þremur af þeim fjórum sorpbrennslustöðvum sem þá störfuðu samkvæmt undanþágu frá tilskipun ESB. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að losunin væri langt yfir þeim mörkum sem sett eru í tilskipuninni. Engu að síður fylgdu hvorki Umhverfisstofnun né umhverfisráðuneytið þessum mælingum eftir. Þá sá Umhverfisstofnun ekki til þess að díoxínlosun frá fjórðu stöðinni, á Svínafelli, væri mæld. Ríkisendurskoðun bendir á að þær sorpbrennslustöðvar sem undanþágan tekur til hafi ítrekað brotið gegn ákvæðum reglugerða sem um þær gilda og að þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi krafið stöðvarnar um úrbætur hafi ekki verið nóg að gert. Ekki hafi verið lagðar á dagsektir eða þær sviptar starfsleyfum, eins og hún geti gert að vissum skilyrðum uppfylltum. Ríkisendurskoðun telur því að alvarlegir misbrestir hafi verið á eftirliti og eftirfylgni með sorpbrennslum sem féllu undir undanþágu frá tilskipun ESB um brennslu úrgangs. Árum saman lét eftirlitsaðilinn, Umhverfisstofnun, það líðast að rekstaraðilar þeirra færu ítrekað á svig við ákvæði í starfsleyfum þeirra, lögum og reglugerðum, segir í skýrslunni.Hagsmunir fólksins í landinu Ríkisendurskoðun kveður einna þyngst að orði þar sem rætt er um hagsmuni almennings í skýrslunni. Þar segir að hagsmunir sveitarfélaganna hafi vegið þungt í allri ákvörðunartöku. Ekki hafi verið metið hvaða áhættu undanþágan hefði í för með sér fyrir umhverfi og mannlíf í nágrenni þeirra stöðva sem féllu undir hana. „Þá höfðu umhverfisyfirvöld ekkert frumkvæði að því að kynna niðurstöður díoxínmælinga sem gerðar voru 2007 fyrir íbúum viðkomandi sveitarfélaga eða almenningi almennt," segir í skýrslunni.Áfellisdómur Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir skýrsluna áfellisdóm og sofandaháttur yfirvalda einkenni málið allt. "Umhverfisyfirvöld gerðu ekki það sem þeim bar að gera. Allt við málið einkennist af því öll orkan fór í að komast hjá því að uppfylla skilyrði um mengun eða kosta nokkru til, sem virðist hafa ráðið úrslitum hvað þetta varðar." Bæði ráðuneytið og Umhverfisstofnun sendu frá sér tilkynningar í gær þar sem úttektinni er fagnað. Þar koma fram fjölmargar hugmyndir um bætt vinnubrögð. Sveinn túlkar viðbrögð Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytisins sem viðurkenningu á því að yfirvöld hafi brugðist. "Hins vegar hafa yfirvöld tekið verulega við sér eftir að þessi mengunarmál urðu umtalsefni og bætt verulega sín vinnubrögð," segir Sveinn. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á fjölmörg atriði þar sem heilbrigðisyfirvöld brugðust í framkvæmd reglna um sorpbrennslustöðvar. Bæði umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa ráðist í að stórbæta verklag sitt að undanförnu. Ríkisendurskoðun fellir áfellisdóm yfir stjórnsýslu umhverfisyfirvalda vegna sorpbrennslna hér á landi og telur að Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið hafi brugðist eftirlitsskyldum sínum. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína þar sem fjallað er um framkvæmd reglna um sorpbrennslustöðvar hér á landi og eftirlit með starfsemi þeirra, en Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fór þess á leit við Ríkisendurskoðun í janúar að slík úttekt yrði gerð. Tilefnið var Funamálið svokallaða sem kom upp eftir að díoxín mældist í mjólk á einu lögbýli í Skutulsfirði og í ljós kom að íbúar á Ísafirði höfðu litlar sem engar upplýsingar fengið um mengun frá sorpbrennslunni Funa.Undanþága Árið 2000 gáfu Evrópuþingið og ráðherraráð ESB út tilskipun sem gerði strangari kröfur en áður giltu um hámarkslosun sorpbrennslna á mengandi efnum út í andrúmsloftið. Ákvæði tilskipunarinnar um hámarkslosun þýddu að sumar stöðvar urðu að setja upp fullkomnari brennslu- og reykhreinsunarbúnað en þær höfðu. Vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) bar stjórnvöldum að innleiða hér á landi tilskipanir ESB, þar á meðal á sviði umhverfismála. Þegar til kom töldu íslensk stjórnvöld að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir sorpbrennslur hér á landi ef ströngustu kröfum yrði fylgt. Því beitti umhverfisráðuneytið sér fyrir því að sorpbrennslurnar hér fengju undanþágu frá tilskipuninni. Rökin voru að hér á landi ríktu sérstakar aðstæður, sorpbrennslur væru svo litlar að mengun frá þeim væri óveruleg og hefði lítil sem engin áhrif á umhverfið. Þá yrði kostnaður við að uppfylla skilyrðin brennslunum ofviða. Framkvæmdastjórn ESB hafði sínar efasemdir enda var reynsla af litlum sorpbrennslum slæm í Evrópu; þær menguðu mikið og voru almennt illa reknar.Haldlaus rök Undanþágan fékkst, og þá hafa rök stjórnvalda hér væntanlega verið tekið góð og gild. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er það hins vegar upplýst að engin kostnaðargreining lá að baki fullyrðingum sveitarfélaga sem ráku sorpbrennslurnar um að þær yrðu knésettar með nýjum reglum. Ekkert lá heldur að baki fullyrðingum um litla mengun frá sorpbrennslum hér eða að stjórnvöld hefðu hugsað út í þann möguleika að fjármagna uppbyggingu mengunarvarnarbúnaðar til að uppfylla skilyrði tilskipunar ESB. Það sem stingur sérstaklega í augun er að tilurð strangari reglna um mengandi starfsemi má rekja til kröfu Íslendinga á umhverfisráðstefnu sem haldin var í Rio de Janeiro árið 1992. Þar hafði Ísland frumkvæði að því að koma á alþjóðlegum reglum. Ísland fékk því undanþágu frá eigin baráttumáli.Skilyrði Undanþága frá ákvæðum tilskipunarinnar var veitt með skilyrðum árið 2003. Stöðvarnar áttu að mæla losun eiturefnisins díoxíns einu sinni og endurskoða átti undanþáguna að fimm árum liðnum eða þegar ódýrari tækni gerði stöðvunum mögulegt að uppfylla kröfur tilskipunarinnar.Ráðuneytið brást Ríkisendurskoðun telur að umhverfisráðuneytið hafi ekki framfylgt þessum skilyrðum. Hvað endurskoðun undanþágunnar varðar er dómur Ríkisendurskoðunar sá að þar hafi ráðuneytið brugðist með öllu; eðlilegt hefði verið í ljósi íslenskra hagsmuna að tryggja að endurskoðunin yrði framkvæmd innan tilsetts tíma. „Af gögnum málsins verður hins vegar ekki séð að umhverfisráðuneytið hafi haft neitt frumkvæði í þá veru," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun hnykkir á því að ráðuneytinu beri að hafa hagsmuni íslenskrar náttúru og íbúa á Íslandi að leiðarljósi. Hins vegar hafi öll áhersla umhverfisyfirvalda verið á að fá undanþágu án þess að ábyrgð væri skilgreind eða þá hvernig skyldi haga framkvæmd og eftirliti vegna aðlögunarinnar og tryggja hagsmuni almennings og náttúru á Íslandi.Díoxín í stórum skömmtum Árið 2007 var díoxínlosun mæld hjá þremur af þeim fjórum sorpbrennslustöðvum sem þá störfuðu samkvæmt undanþágu frá tilskipun ESB. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að losunin væri langt yfir þeim mörkum sem sett eru í tilskipuninni. Engu að síður fylgdu hvorki Umhverfisstofnun né umhverfisráðuneytið þessum mælingum eftir. Þá sá Umhverfisstofnun ekki til þess að díoxínlosun frá fjórðu stöðinni, á Svínafelli, væri mæld. Ríkisendurskoðun bendir á að þær sorpbrennslustöðvar sem undanþágan tekur til hafi ítrekað brotið gegn ákvæðum reglugerða sem um þær gilda og að þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafi krafið stöðvarnar um úrbætur hafi ekki verið nóg að gert. Ekki hafi verið lagðar á dagsektir eða þær sviptar starfsleyfum, eins og hún geti gert að vissum skilyrðum uppfylltum. Ríkisendurskoðun telur því að alvarlegir misbrestir hafi verið á eftirliti og eftirfylgni með sorpbrennslum sem féllu undir undanþágu frá tilskipun ESB um brennslu úrgangs. Árum saman lét eftirlitsaðilinn, Umhverfisstofnun, það líðast að rekstaraðilar þeirra færu ítrekað á svig við ákvæði í starfsleyfum þeirra, lögum og reglugerðum, segir í skýrslunni.Hagsmunir fólksins í landinu Ríkisendurskoðun kveður einna þyngst að orði þar sem rætt er um hagsmuni almennings í skýrslunni. Þar segir að hagsmunir sveitarfélaganna hafi vegið þungt í allri ákvörðunartöku. Ekki hafi verið metið hvaða áhættu undanþágan hefði í för með sér fyrir umhverfi og mannlíf í nágrenni þeirra stöðva sem féllu undir hana. „Þá höfðu umhverfisyfirvöld ekkert frumkvæði að því að kynna niðurstöður díoxínmælinga sem gerðar voru 2007 fyrir íbúum viðkomandi sveitarfélaga eða almenningi almennt," segir í skýrslunni.Áfellisdómur Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir skýrsluna áfellisdóm og sofandaháttur yfirvalda einkenni málið allt. "Umhverfisyfirvöld gerðu ekki það sem þeim bar að gera. Allt við málið einkennist af því öll orkan fór í að komast hjá því að uppfylla skilyrði um mengun eða kosta nokkru til, sem virðist hafa ráðið úrslitum hvað þetta varðar." Bæði ráðuneytið og Umhverfisstofnun sendu frá sér tilkynningar í gær þar sem úttektinni er fagnað. Þar koma fram fjölmargar hugmyndir um bætt vinnubrögð. Sveinn túlkar viðbrögð Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytisins sem viðurkenningu á því að yfirvöld hafi brugðist. "Hins vegar hafa yfirvöld tekið verulega við sér eftir að þessi mengunarmál urðu umtalsefni og bætt verulega sín vinnubrögð," segir Sveinn.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira