Ólafur: Ekki sá Talant sem ég þekki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 22:23 Óli og Dujshebaev fagna einum af mörgum sigrum saman. vísir/afp Ólafur Stefánsson er gáttaður á framkomu Talant Dujshebaev, síns gamla þjálfara hjá Ciudad Real. Dujshebaev var í dag sektaður af Handknattleikssambandi Evrópu fyrir framkomu á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu um helgina. Á fundinum sakaði hann Guðmund Guðmundsson, þjálfara Löwen, um ósæmilega hegðun en Guðmundur greindi svo frá því í viðtölum eftir leik að Dujshebaev hefði slegið sig fyrir neðan beltisstað. Þó svo að myndbandsupptökur virðast styðja málsstað Guðmundar var Dujshebaev ekki refsað fyrir það. Spánverjinn hefur þó gengið mjög vasklega fram í viðtölum og sakar Guðmund um mikinn óheiðarleika. „Mér finnst þetta eiginlega sorglegt hvað hann Talant varðar,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í kvöld um málið. Ólafur þekkir vel til hans enda lék hann undir stjórn Dujshebaev í mörg ár hjá Ciudad Real á Spáni. Hann lék einnig með honum áður en Dusjhebaev tók við sem þjálfari.Dujshebaev segir Ólafi til á æfingu hjá Ciudad Real.vísir/vilhelmÓlafur hefur áður talað mjög lofsamlega um Dujshebaev og sagt að hann hafi reynst sér mjög vel á sínum atvinnumannaferli. „Það er eins og að hann hafi misst sig og ummælin sem hann hefur látið fara frá sér eru út í hött. Ég kannast ekki við þann mann sem þarna talar. Þetta er ekki sá Talant sem ég þekki.“ „Kannski er ein ástæðan fyrir þessu sú að hann er ekki með þann aðstoðarmann með sér í Kielce sem hann er vanur að hafa. Hann er góður gæi sem kann að slaka á honum,“ segir Ólafur. „Það er stutt í ribbaldann hjá Talant en engu að síður er þetta ekki sá þjálfari sem ég þekki. Hann átti það til að sýna þessa hlið á sér en þarna er hún orðin allt of stór.“ Ólafur segir að Dujshebaev hafi gengið í gegnum ýmislegt á sinni ævi og að hann hafi þurft að hafa fyrir því sem hann hefur áorkað. „En hann á að vera orðinn nógu þroskaður til að láta ekki svona.“Ólafur með Guðmundi eftir úrslitaleikinn á ÓL árið 2008.vísir/vilhelmÞað er nú ljóst að Guðmundur og Dujshebaev mætast á hliðarlínunni á mánudagskvöld þegar Löwen tekur á móti Kielce í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum. Ólafur er þó ekki ánægður með niðurstöðu aganefndar Handknattleikssambands Evrópu. „Ég vil ekki gerast dómari í þessu máli en ég hefði staðið öðruvísi að þessu. Svona mál eru slæm fyrir íþróttina í heild og verðskulda harðari refsingu. En ég vona bara að hann finni sjálfan sig og þá reisn sem ég veit að hann býr yfir.“ Ólafur segir ljóst að Guðmundur hafi tekið vel á þessu máli. „Gummi á ekkert í þessu. Hann er bara fórnarlamb ef það er þá fórnarlamb í svona máli. Hann má bara ekki taka þetta inn á sig. Gummi á að halda sínu striki.“ Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Rannsókn hafin á Dujshebaev Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir. 25. mars 2014 09:54 Ljón Guðmundar töpuðu í Póllandi - Refir Dags fengu stig í Frakklandi Rhein-Neckar Löwen þarf að vinna upp fjögurra marka forskot pólsku meistaranna í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 22. mars 2014 17:15 Guðmundur á ekki von á afsökunarbeiðni frá Dujshebaev Guðmundur Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. 26. mars 2014 11:04 Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Ótrúlegt atvik átti sér stað eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í gær. 24. mars 2014 12:41 Dujshebaev: Ég gerði ekkert rangt Talant Dujshebaev er enn bálreiður út í Guðmund Guðmundsson. 27. mars 2014 10:46 Dujshebaev neitar sök | Gæti fengið þunga refsingu Talant Dujshebaev neitar því að hafa slegið til Guðmundar Guðmundssonar, eftir því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag. 25. mars 2014 10:26 Forseti Kielce: Við munum verja okkur Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina. 25. mars 2014 10:34 Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag. 27. mars 2014 18:51 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Ólafur Stefánsson er gáttaður á framkomu Talant Dujshebaev, síns gamla þjálfara hjá Ciudad Real. Dujshebaev var í dag sektaður af Handknattleikssambandi Evrópu fyrir framkomu á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu um helgina. Á fundinum sakaði hann Guðmund Guðmundsson, þjálfara Löwen, um ósæmilega hegðun en Guðmundur greindi svo frá því í viðtölum eftir leik að Dujshebaev hefði slegið sig fyrir neðan beltisstað. Þó svo að myndbandsupptökur virðast styðja málsstað Guðmundar var Dujshebaev ekki refsað fyrir það. Spánverjinn hefur þó gengið mjög vasklega fram í viðtölum og sakar Guðmund um mikinn óheiðarleika. „Mér finnst þetta eiginlega sorglegt hvað hann Talant varðar,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í kvöld um málið. Ólafur þekkir vel til hans enda lék hann undir stjórn Dujshebaev í mörg ár hjá Ciudad Real á Spáni. Hann lék einnig með honum áður en Dusjhebaev tók við sem þjálfari.Dujshebaev segir Ólafi til á æfingu hjá Ciudad Real.vísir/vilhelmÓlafur hefur áður talað mjög lofsamlega um Dujshebaev og sagt að hann hafi reynst sér mjög vel á sínum atvinnumannaferli. „Það er eins og að hann hafi misst sig og ummælin sem hann hefur látið fara frá sér eru út í hött. Ég kannast ekki við þann mann sem þarna talar. Þetta er ekki sá Talant sem ég þekki.“ „Kannski er ein ástæðan fyrir þessu sú að hann er ekki með þann aðstoðarmann með sér í Kielce sem hann er vanur að hafa. Hann er góður gæi sem kann að slaka á honum,“ segir Ólafur. „Það er stutt í ribbaldann hjá Talant en engu að síður er þetta ekki sá þjálfari sem ég þekki. Hann átti það til að sýna þessa hlið á sér en þarna er hún orðin allt of stór.“ Ólafur segir að Dujshebaev hafi gengið í gegnum ýmislegt á sinni ævi og að hann hafi þurft að hafa fyrir því sem hann hefur áorkað. „En hann á að vera orðinn nógu þroskaður til að láta ekki svona.“Ólafur með Guðmundi eftir úrslitaleikinn á ÓL árið 2008.vísir/vilhelmÞað er nú ljóst að Guðmundur og Dujshebaev mætast á hliðarlínunni á mánudagskvöld þegar Löwen tekur á móti Kielce í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum. Ólafur er þó ekki ánægður með niðurstöðu aganefndar Handknattleikssambands Evrópu. „Ég vil ekki gerast dómari í þessu máli en ég hefði staðið öðruvísi að þessu. Svona mál eru slæm fyrir íþróttina í heild og verðskulda harðari refsingu. En ég vona bara að hann finni sjálfan sig og þá reisn sem ég veit að hann býr yfir.“ Ólafur segir ljóst að Guðmundur hafi tekið vel á þessu máli. „Gummi á ekkert í þessu. Hann er bara fórnarlamb ef það er þá fórnarlamb í svona máli. Hann má bara ekki taka þetta inn á sig. Gummi á að halda sínu striki.“
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Rannsókn hafin á Dujshebaev Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir. 25. mars 2014 09:54 Ljón Guðmundar töpuðu í Póllandi - Refir Dags fengu stig í Frakklandi Rhein-Neckar Löwen þarf að vinna upp fjögurra marka forskot pólsku meistaranna í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 22. mars 2014 17:15 Guðmundur á ekki von á afsökunarbeiðni frá Dujshebaev Guðmundur Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. 26. mars 2014 11:04 Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Ótrúlegt atvik átti sér stað eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í gær. 24. mars 2014 12:41 Dujshebaev: Ég gerði ekkert rangt Talant Dujshebaev er enn bálreiður út í Guðmund Guðmundsson. 27. mars 2014 10:46 Dujshebaev neitar sök | Gæti fengið þunga refsingu Talant Dujshebaev neitar því að hafa slegið til Guðmundar Guðmundssonar, eftir því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag. 25. mars 2014 10:26 Forseti Kielce: Við munum verja okkur Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina. 25. mars 2014 10:34 Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag. 27. mars 2014 18:51 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10
Rannsókn hafin á Dujshebaev Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir. 25. mars 2014 09:54
Ljón Guðmundar töpuðu í Póllandi - Refir Dags fengu stig í Frakklandi Rhein-Neckar Löwen þarf að vinna upp fjögurra marka forskot pólsku meistaranna í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 22. mars 2014 17:15
Guðmundur á ekki von á afsökunarbeiðni frá Dujshebaev Guðmundur Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. 26. mars 2014 11:04
Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Ótrúlegt atvik átti sér stað eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í gær. 24. mars 2014 12:41
Dujshebaev: Ég gerði ekkert rangt Talant Dujshebaev er enn bálreiður út í Guðmund Guðmundsson. 27. mars 2014 10:46
Dujshebaev neitar sök | Gæti fengið þunga refsingu Talant Dujshebaev neitar því að hafa slegið til Guðmundar Guðmundssonar, eftir því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag. 25. mars 2014 10:26
Forseti Kielce: Við munum verja okkur Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina. 25. mars 2014 10:34
Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag. 27. mars 2014 18:51
Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti