Dujshebaev: Ég gerði ekkert rangt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 10:46 Guðmundur Guðmundsson og Talant Dujshebaev. Vísir/Getty Talant Dujshebaev, þjálfari pólska liðsins Kielce, er enn bálreiður út í Guðmund Guðmundsson, þjálfara Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Í ítarlegu viðtali við pólska blaðið Super Express stendur hann fast á sínu og ítrekar að Guðmundur hafi komið fram með óviðeigandi hætti í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu um helgina. Guðmundur sagði eftir leik að Dujshebaev hefði slegið sig fyrir neðan beltisstað og virðast myndbandsupptökur styðja það, eins og áður hefur verið fjallað um. Dujshebaev fór svo mikinn á blaðamannafundi og sakaði þar Guðmund um ósæmilega hegðun. Rhein-Neckar Löwen kærði atvikið til Handknattleikssambands Evrópu sem hóf rannsókn á Dujshebaev. Von er á skjótri málsmeðferð þar sem liðin eigast við í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum í Þýskalandi á mánudagskvöld. „Nú vilja þeir dæma mig úr leik og kannski drepa mig líka? Leyfum þeim að byrja með 10-0 forystu í seinni leiknum,“ er haft eftir Dujshebaev. „Já, ég hljóp upp að honum eftir leikinn en ekki bara til að slást. Ég sagði honum hvað mér fannst um hegðun hans. Ég hef séð ýmislegt áður en aldrei fyrr það sem hann gerði.“ „Ég sýndi svo á blaðamannafundinum hvað þessi herramaður gerði. Á meðan leiknum stóð horfði hann skyndilega á mig, greip um klofið sitt og lyfti svo höndinni upp að vörunum sínum. Ég varð agndofa.“ Guðmundur svaraði umsvifalaust fyrir sig á blaðamannafundinum og sakaði Dujshebaev um lygar. Hann gerði slíkt hið sama í viðtali við Vísi síðar þennan dag og hefur haldið fast við sitt síðan þá. „Ég fór upp að honum og sagði að þetta bæri vott um virðingarleysi. Ég hef alltaf tekið í hönd annarra þjálfara og dómara eftir leiki. Það gerði hann ekki. Svo sakaði hann mig um lygar sem ber enn merki um virðingarleysi.“ Blaðamaður Super Express spurði Dujshebaev hvort að hann hafi ætlað sér að kalla hann Guðmundsson Guðmundsson, líkt og hann gerði á blaðamannafundinum, og hvort hann hefði gert það til að ögra Guðmundi. „Nei, íslenskan mín er ekki fullkomin. Eftirnafn mitt er líka öðruvísi borið fram í Þýskalandi. En það var ekki ætlunin að móðga neinn með slíkum hlutum.“ Dujshebaev var heldur ekki ánægður með framgöngu þýskra fjölmiðla í þessu máli. „Þeir taka hans hlið í þessu máli og stýra umræðunni í þessu máli. Ég vil að pólskir fjölmiðlar verji okkar málstað. Sá seki er íslenski þjálfarinn sem varð sér til skammar. Ég gerði ekkert rangt. Ekkert!“ „Þýskir fjölmiðlar hafa gert hann að engli en mig að djöfli. Það er mikil hræsni. Farið yfir hegðun Guðmundssonar. Hann hefur gert margt umdeilt í þýsku úrvalsdeildinni og sem landsliðsþjálfari Íslands. Glæpalisti hans er langur.“ Dujshebaev veit ekki við hverju hann eigi við að búast á mánudagskvöldið en Kielce er með fjögurra marka forystu eftir fyrri leikinn. Hann veit ekki hvort hann muni taka í hönd Guðmundar eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað gerist. Ég veit bara að það verður heitt í kolunum.“ Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Rannsókn hafin á Dujshebaev Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir. 25. mars 2014 09:54 Ljón Guðmundar töpuðu í Póllandi - Refir Dags fengu stig í Frakklandi Rhein-Neckar Löwen þarf að vinna upp fjögurra marka forskot pólsku meistaranna í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 22. mars 2014 17:15 Guðmundur á ekki von á afsökunarbeiðni frá Dujshebaev Guðmundur Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. 26. mars 2014 11:04 Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Ótrúlegt atvik átti sér stað eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í gær. 24. mars 2014 12:41 Dujshebaev neitar sök | Gæti fengið þunga refsingu Talant Dujshebaev neitar því að hafa slegið til Guðmundar Guðmundssonar, eftir því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag. 25. mars 2014 10:26 Forseti Kielce: Við munum verja okkur Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina. 25. mars 2014 10:34 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira
Talant Dujshebaev, þjálfari pólska liðsins Kielce, er enn bálreiður út í Guðmund Guðmundsson, þjálfara Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Í ítarlegu viðtali við pólska blaðið Super Express stendur hann fast á sínu og ítrekar að Guðmundur hafi komið fram með óviðeigandi hætti í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu um helgina. Guðmundur sagði eftir leik að Dujshebaev hefði slegið sig fyrir neðan beltisstað og virðast myndbandsupptökur styðja það, eins og áður hefur verið fjallað um. Dujshebaev fór svo mikinn á blaðamannafundi og sakaði þar Guðmund um ósæmilega hegðun. Rhein-Neckar Löwen kærði atvikið til Handknattleikssambands Evrópu sem hóf rannsókn á Dujshebaev. Von er á skjótri málsmeðferð þar sem liðin eigast við í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum í Þýskalandi á mánudagskvöld. „Nú vilja þeir dæma mig úr leik og kannski drepa mig líka? Leyfum þeim að byrja með 10-0 forystu í seinni leiknum,“ er haft eftir Dujshebaev. „Já, ég hljóp upp að honum eftir leikinn en ekki bara til að slást. Ég sagði honum hvað mér fannst um hegðun hans. Ég hef séð ýmislegt áður en aldrei fyrr það sem hann gerði.“ „Ég sýndi svo á blaðamannafundinum hvað þessi herramaður gerði. Á meðan leiknum stóð horfði hann skyndilega á mig, greip um klofið sitt og lyfti svo höndinni upp að vörunum sínum. Ég varð agndofa.“ Guðmundur svaraði umsvifalaust fyrir sig á blaðamannafundinum og sakaði Dujshebaev um lygar. Hann gerði slíkt hið sama í viðtali við Vísi síðar þennan dag og hefur haldið fast við sitt síðan þá. „Ég fór upp að honum og sagði að þetta bæri vott um virðingarleysi. Ég hef alltaf tekið í hönd annarra þjálfara og dómara eftir leiki. Það gerði hann ekki. Svo sakaði hann mig um lygar sem ber enn merki um virðingarleysi.“ Blaðamaður Super Express spurði Dujshebaev hvort að hann hafi ætlað sér að kalla hann Guðmundsson Guðmundsson, líkt og hann gerði á blaðamannafundinum, og hvort hann hefði gert það til að ögra Guðmundi. „Nei, íslenskan mín er ekki fullkomin. Eftirnafn mitt er líka öðruvísi borið fram í Þýskalandi. En það var ekki ætlunin að móðga neinn með slíkum hlutum.“ Dujshebaev var heldur ekki ánægður með framgöngu þýskra fjölmiðla í þessu máli. „Þeir taka hans hlið í þessu máli og stýra umræðunni í þessu máli. Ég vil að pólskir fjölmiðlar verji okkar málstað. Sá seki er íslenski þjálfarinn sem varð sér til skammar. Ég gerði ekkert rangt. Ekkert!“ „Þýskir fjölmiðlar hafa gert hann að engli en mig að djöfli. Það er mikil hræsni. Farið yfir hegðun Guðmundssonar. Hann hefur gert margt umdeilt í þýsku úrvalsdeildinni og sem landsliðsþjálfari Íslands. Glæpalisti hans er langur.“ Dujshebaev veit ekki við hverju hann eigi við að búast á mánudagskvöldið en Kielce er með fjögurra marka forystu eftir fyrri leikinn. Hann veit ekki hvort hann muni taka í hönd Guðmundar eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað gerist. Ég veit bara að það verður heitt í kolunum.“
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Rannsókn hafin á Dujshebaev Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir. 25. mars 2014 09:54 Ljón Guðmundar töpuðu í Póllandi - Refir Dags fengu stig í Frakklandi Rhein-Neckar Löwen þarf að vinna upp fjögurra marka forskot pólsku meistaranna í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 22. mars 2014 17:15 Guðmundur á ekki von á afsökunarbeiðni frá Dujshebaev Guðmundur Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. 26. mars 2014 11:04 Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Ótrúlegt atvik átti sér stað eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í gær. 24. mars 2014 12:41 Dujshebaev neitar sök | Gæti fengið þunga refsingu Talant Dujshebaev neitar því að hafa slegið til Guðmundar Guðmundssonar, eftir því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag. 25. mars 2014 10:26 Forseti Kielce: Við munum verja okkur Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina. 25. mars 2014 10:34 Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10
Rannsókn hafin á Dujshebaev Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir. 25. mars 2014 09:54
Ljón Guðmundar töpuðu í Póllandi - Refir Dags fengu stig í Frakklandi Rhein-Neckar Löwen þarf að vinna upp fjögurra marka forskot pólsku meistaranna í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 22. mars 2014 17:15
Guðmundur á ekki von á afsökunarbeiðni frá Dujshebaev Guðmundur Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. 26. mars 2014 11:04
Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Ótrúlegt atvik átti sér stað eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í gær. 24. mars 2014 12:41
Dujshebaev neitar sök | Gæti fengið þunga refsingu Talant Dujshebaev neitar því að hafa slegið til Guðmundar Guðmundssonar, eftir því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag. 25. mars 2014 10:26
Forseti Kielce: Við munum verja okkur Ekkert virðist marka meinta afsökunarbeiðni sem forráðamönnum Rhein-Neckar Löwen á að hafa borist eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina. 25. mars 2014 10:34
Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Rhein-Neckar Löwen er búið að kæra framkomu Talants Dujshebaev sem sló fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands eftir leik í Meistaradeildinni. 23. mars 2014 19:00