Handbolti

Dujshebaev neitar sök | Gæti fengið þunga refsingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Talant Dujshebaev neitar því að hafa slegið til Guðmundar Guðmundssonar, eftir því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag.

Sport Bild fjallar um málið í dag en þar kemur fram að Dujshebaev, sem þjálfar pólska liðið Kielce, neitar ásökunum Guðmundar Guðmundssonar.

Guðmundur er þjálfari Rhein-Neckar Löwen og greindi frá því eftir leik liðsins gegn Kielce um helgina að Dujshebaev hefði slegið hann fyrir neðan beltisstað.

Sjónvarpsupptökur styðja orð Guðmundar sem var svo borinn þungum sökum af Dujshebaev á blaðamannafundi stuttu síðar. Þar var fyrrum landsliðsþjálfari Íslands sakaður um ósæmilega hegðun, sem Guðmundur neitaði staðfastlega.

Dujshebaev segist hins vegar aðeins hafa veist að Guðmundi munnlega. „Ég átti von á meiri virðingu frá honum fyrir mér og mínu liði,“ er haft eftir Dujshebaev.

Bild hefur einnig eftir Frank Bohmann, framkvæmdarstjóra þýsku úrvalsdeildarinnar, að Dujshebaev gæti fengið þunga refsingu vegna málsins en það hefur verið tekið upp innan dómstóls Handknattleikssambands Evrópu.


Tengdar fréttir

Rannsókn hafin á Dujshebaev

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir.

Forseti Kielce baðst afsökunar

Framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen staðfestir í dag að félagið hafi kært framkomu Talant Dujshebaev, þjálfara pólska liðsins Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×