Handbolti

Rannsókn hafin á Dujshebaev

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce.
Talant Dujshebaev, þjálfari Kielce. Vísir/Getty
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfestir á heimasíðu sinni í dag að dómstóll sambandsins muni taka mál Talant Dujshebaev fyrir.

Dujshebaev er þjálfari pólska liðsins Kielce sem vann Rhein-Neckar Löwen, 32-28, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu um helgina.

Eins og fjallað hefur verið um veittist Dujshebaev að Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Löwen, eftir leikinn og kýldi hann fyrir neðan beltisstað. Hann bar svo þungar sakir á Guðmund á blaðamannafundi stuttu síðar.

Málið var tekið til skoðunar innan sambandsins í gær og nú hafa forráðamenn þess ákveðið að vísa málinu til dómstól sambandsins. Kielce hefur verið gefinn frestur til morguns til að skila greinagerð um málið.


Tengdar fréttir

Forseti Kielce baðst afsökunar

Framkvæmdarstjóri Rhein-Neckar Löwen staðfestir í dag að félagið hafi kært framkomu Talant Dujshebaev, þjálfara pólska liðsins Kielce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×