Handbolti

Ljón Guðmundar töpuðu í Póllandi - Refir Dags fengu stig í Frakklandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexander Petersson skoraði fimm mörk.
Alexander Petersson skoraði fimm mörk. Vísir/Getty
Pólska stórliðið Vive Targi Kielce, sem landsliðsmaðurinn ÞórirÓlafsson leikur með, hafði betur gegn Rhein-Neckar Löwen, 32-28, í fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta.

Pólverjarnir voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-13, en Ljónin hans GuðmundarGuðmundssonar náðu aðeins að laga stöðuna í seinni hálfleik og þurfa nú að vinna á heimavelli með fimm mörkum til að komast áfram.

Þórir Ólafsson komst ekki á blað hjá Kielce en AlexanderPetersson skoraði fimm mörk fyrir Löwen. StefánRafnSigurmannsson komst heldur ekki á blað.

Füchse Berlín, undir stjórn DagsSigurðssonar, gerði jafntefli, 25-25, við franska liðið Chambery, í Evrópubikarnum í dag en Frakkarnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10.

Hornamaðurinn FredrikPetersen var markahæstur Refanna með sex mörk en spænska stórskyttan Iker Romero skoraði fimm mörk.

Füchse er með átta stig í efsta sæti D-riðils Evrópubikarsins og Chambery er í öðru sæti með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×