Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. mars 2014 19:00 Guðmundur skilur ekkert hvað Dujshebaev gekk til. Vísir/Getty „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað. Þar var Guðmundur ásakaður af TalantDujshebaev, þjálfara Kielce, eftir 32-28 tapleik, að beina að honum dónalegum handabendingum en Dujshebaev fór mikinn á fundinum og sagði Guðmund einnig hafa verið með dónaskap í leikjum Íslands og Spánar á árum áður. „Þetta var óhugnaleg upplifun. Ég sé mest eftir því að hafa ekki staðið upp og farið en maður er atvinnumaður og er vanur því að klára þessa blaðamannafundi. Þetta var algjörlega absúrd,“ segir Guðmundur. Fjörið hófst ekki á blaðamannafundinum heldur beint eftir leik þegar Dujshebaev óð í Guðmund og veitti honum högg. „Maðurinn kýldi mig eftir leikinn. Við erum búnir að kæra þetta. Þetta sést alveg í sjónvarpsútsendingunni. Hann veitist að mér og slær mig fyrir neðan beltisstað. Ég féll saman eins og gerist og gengur þegar maður er sleginn þar,“ segir Guðmundur en lítið sem ekkert fór þeirra í milli á meðan leik stóð. „Það gerðist ekkert nema í eitt skipti þegar hann var að reyna að hafa áhrif á dómarann þegar Alexander sótti að markinu. Hann var með eitthvað leiðinda látbragð eins og gerist og gengur og ég lét í mér heyra. Fleiri voru orðaskipti okkar ekki. Svo veit ég ekki fyrr en leiknum lýkur að hann veitist að mér með skömmum. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann. Svo unnu þeir leikinn þannig þetta er alveg óskiljanlegt.“Talant sýnir hvað Guðmundur átti að hafa gert. Guðmundi var brugðið.Mynd/SkjáskotBauð Guðmundi í slag Hvað varðar handabendinguna dónalegu vísar Guðmundur því til föðurhúsanna. „Þetta er bara lygi - ótrúleg lygi. Hvar átti ég að hafa gert þetta? Hvers konar rugl er þetta? Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu. Félagið er einnig búið að kæra framkomu hans á fundinum enda er hún fullkomlega fyrir neðan allar hellur. Þetta er uppspuni og lygi,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dujshebaev lendir upp á kant við þjálfara eða leikmenn andstæðinganna, segir Guðmundur. „Hann er þekktur fyrir það að vaða í aðra þjálfara sem leyfa sér að mótmæla nokkru sem hann gerir. Hann óð t.a.m. fyrir nokkrum árum í Martin Schwalb, þjálfara Hamburg og þegar hann þjálfaði Ciudad Real sló hann Dragan Srkbic, leikmann Barcelona. Fyrir það fékk hann nokkurra leikja bann.“ Guðmundur segist tæplega geta lýst því hvernig upplifunin var af þessum blaðamannafundi en hann segir engan fót fyrir ásökunum Dujshebaevs sem toppaði sig svo með því að bjóða Guðmundi að hitta sig út á bílastæði. „Hann bauð mér að koma út á plan og gera út um þetta þar. Hann bauð mér í slagsmál. Þetta er náttúrlega óskiljanlegt,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson. Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað. Þar var Guðmundur ásakaður af TalantDujshebaev, þjálfara Kielce, eftir 32-28 tapleik, að beina að honum dónalegum handabendingum en Dujshebaev fór mikinn á fundinum og sagði Guðmund einnig hafa verið með dónaskap í leikjum Íslands og Spánar á árum áður. „Þetta var óhugnaleg upplifun. Ég sé mest eftir því að hafa ekki staðið upp og farið en maður er atvinnumaður og er vanur því að klára þessa blaðamannafundi. Þetta var algjörlega absúrd,“ segir Guðmundur. Fjörið hófst ekki á blaðamannafundinum heldur beint eftir leik þegar Dujshebaev óð í Guðmund og veitti honum högg. „Maðurinn kýldi mig eftir leikinn. Við erum búnir að kæra þetta. Þetta sést alveg í sjónvarpsútsendingunni. Hann veitist að mér og slær mig fyrir neðan beltisstað. Ég féll saman eins og gerist og gengur þegar maður er sleginn þar,“ segir Guðmundur en lítið sem ekkert fór þeirra í milli á meðan leik stóð. „Það gerðist ekkert nema í eitt skipti þegar hann var að reyna að hafa áhrif á dómarann þegar Alexander sótti að markinu. Hann var með eitthvað leiðinda látbragð eins og gerist og gengur og ég lét í mér heyra. Fleiri voru orðaskipti okkar ekki. Svo veit ég ekki fyrr en leiknum lýkur að hann veitist að mér með skömmum. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann. Svo unnu þeir leikinn þannig þetta er alveg óskiljanlegt.“Talant sýnir hvað Guðmundur átti að hafa gert. Guðmundi var brugðið.Mynd/SkjáskotBauð Guðmundi í slag Hvað varðar handabendinguna dónalegu vísar Guðmundur því til föðurhúsanna. „Þetta er bara lygi - ótrúleg lygi. Hvar átti ég að hafa gert þetta? Hvers konar rugl er þetta? Þetta er geðsýkis rugl og hrikalega döpur framkoma að hans hálfu. Félagið er einnig búið að kæra framkomu hans á fundinum enda er hún fullkomlega fyrir neðan allar hellur. Þetta er uppspuni og lygi,“ segir Guðmundur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dujshebaev lendir upp á kant við þjálfara eða leikmenn andstæðinganna, segir Guðmundur. „Hann er þekktur fyrir það að vaða í aðra þjálfara sem leyfa sér að mótmæla nokkru sem hann gerir. Hann óð t.a.m. fyrir nokkrum árum í Martin Schwalb, þjálfara Hamburg og þegar hann þjálfaði Ciudad Real sló hann Dragan Srkbic, leikmann Barcelona. Fyrir það fékk hann nokkurra leikja bann.“ Guðmundur segist tæplega geta lýst því hvernig upplifunin var af þessum blaðamannafundi en hann segir engan fót fyrir ásökunum Dujshebaevs sem toppaði sig svo með því að bjóða Guðmundi að hitta sig út á bílastæði. „Hann bauð mér að koma út á plan og gera út um þetta þar. Hann bauð mér í slagsmál. Þetta er náttúrlega óskiljanlegt,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson.
Handbolti Tengdar fréttir Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Upp úr sauð á milli Talants Dujshebaevs og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar á blaðamannafundi eftir leik Kielce og Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni í gær. 23. mars 2014 18:10