Innlent

Ánægður með viðbrögð lögreglu við Ráðherrabústaðinn

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, var ánægður með viðbrögð lögreglu við Ráðherrabústaðinn í morgun þegar á þriðja tug mótmælenda komu saman og reyndu að varna því að ráðherrar kæmust inn á ríkisstjórnarfund.

,,Lögreglumenn brugðust við af snerpu í morgun, þegar spurðist rúmlega 09.00, að hópur mótmælenda hefði tekið sér stöðu við ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í þann mund, sem ráðherrar komu til fundar þar fyrir 09.30. Skömmu fyrir þennan tíma renndi ég í hlað og héldu lögreglumenn mótmælendum í skefjum, svo að unnt væri að ganga upp tröppurnar," segir Björn á heimasíðu sinni.

Þrír lögreglumenn voru á hverja tvo mótmælendur við Ráðherrabústaðinn. Tveir ungir menn, á tvítugs og þrítugsaldri, voru handteknir og kærðir fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu.






Tengdar fréttir

Óeirðir við Ráðherrabústaðinn (myndskeið)

Tveir mótmælendur voru handteknir við Ráðherrabústaðinn í morgun líkt og áður hefur verið greint frá. Ráðherrar gengu inn í bústaðinn í lögreglufylgd og bústaðurinn var girtur af. Myndatökumenn Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis voru að sjálfsögðu á staðnum og náðu myndum af því sem fram fór.

Mótmælum lokið - tveir handteknir

Mótmælendur eru farnir frá Ráðherrabústaðnum. Um 20 manna hópur safnaðist þar saman fyrir ríkisstjórnarfund og hugðist koma í veg fyrir að ráðherrar kæmust til reglulegs fundar þar. Tveir mótmælendur voru handteknir þegar þeir sinntu ekki fyrirmælum lögreglunnar.

Mótmælt við Ráðherrabústaðinn - einn handtekinn

Hópur fólks mótmælir fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og reynir að varna því að ráðherrar komist á ríkisstjórnarfund. Lögreglan hefur þegar handtekið einn mótmælanda úr hópnum, sem var snúinn niður af þremur lögreglumönnum, en lögreglan vill ekki tjá sig um ástæður handtökunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×