Erlent

Mannskætt lestarslys á Indlandi

Að minnsta kosti 19 létust og og 11 særðust þegar lest var ekið á dráttarvél með vagni sem flutti gesti í brúðkaup í Kanhan 800 kílókmetra norðaustur af Bombay á Indlandi í dag. Ökumaður dráttarvélarinnar sá lestina ekki þegar hann ók yfir sporið, en lestin ýtti dráttarvélarvagninum á undan sér eina 200 metra áður en hún stöðvaðist. Þeir sem létust voru allir í dráttavélarvagninum en engan í lestinni sakaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×