Erlent

Áhorfandi stakk sér í laugina

Þrátt fyrir að aldrei hafi verið lagt meira fé í öryggisgæslu á ólympíuleikum en nú tókst kanadískum áhorfanda að stinga sér í sundlaugina þar sem keppni fer fram í Aþenu. "Hann hafði keypt sér miða sem áhorfandi. Hann fór inn og ákvað að senda konunni sinni skilaboð með því að stinga sér í laugina," sagði Marton Simitsek, einn af skipuleggjendum keppninnar, þegar hann kynnti hertan öryggisviðbúnað eftir atvikið. "Hann fór úr bolnum og var með skilaboð skrifuð á brjóstkassann," sagði Marton. Áhorfandinn hugðist tjá eiginkonu sinni ást sína með því að komast í sjónvarpið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×