Erlent

Óeirðir í Venesúela

Óeirðir brutust út í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær, eftir að ljóst varð að forseti landsins, Hugo Chaves, bar sigur úr bítum í kosningu um hvort reka ætti hann úr embætti. Svo virðist sem bæði andstæðingar og stuðningsmenn Chaves hafi gengið berserksgang í sumum hverfum borgarinnar í gær, og féllu nokkrir í átökum. Chaves sjálfur er kampakátur með úrslitin og segir þau stuðning við fátækrabyltinguna sem hann hefur staðið fyrir. Hann vill þó setjast niður með andstæðingum sínum og leita sátta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×