Erlent

Páfinn miðlar málum í Najaf

Sjítaklerkurinn Múktada al-Sadr hefur þegið boð Jóhannesar Páls páfa um að miðla málum í átökum uppreisnarmanna og Bandaríkjamanna, í hinni helgu borg Najaf. Boð um milligöngu í þessari deilu barst frá Páfagarði, í gær. Talsmaður Múktadas sagði við fréttamenn að klerkurinn fagnaði boði Jóhannesar Páls, og Páfagarðs, og að fulltrúar Páfagarðs yrðu boðnir velkomnir til Íraks. Fimmtíu fulltrúar írakska þjóðþingsins eru nú á leið til Najaf, til þess að reyna að fá Múktada og fylgismenn hans til þess að yfirgefa Imam Ali Moskuna, leggja niður vopn, og taka upp stjórnmálabaráttu í staðinn. Bandarískar og írakskar hersveitir sitja nú um moskuna, en hika við að ráðast þar inn, af ótta við að hún verði fyrir skemmdum. Raunar liggur fyrir að ef ráðist verður til inngöngu munu þar aðeins fara írakskir hermenn, en þeir bandarísku munu bíða utandyra. Imam Ali moskan er mesti helgistaður sjíta múslima, og viðbúið að allt færi í bál og brand, ef bandarískir hermenn stigu þar inn færi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×