Besti leikur liðsins undir minni stjórn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2016 07:00 „Ég get ekki neitað því að vera afar sáttur. Ég held að við getum sagt að þetta hafi verið besti leikur liðsins undir minni stjórn. Fyrirfram hefði ég verið sáttur við eins marks sigur í hörkuleik,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari glaðbeittur eftir sigurinn glæsilega á Skotum í gær. Þarna mættust bestu lið riðilsins og þau voru bæði ósigruð. Eftir þennan leik er aðeins Ísland ósigrað og ekki heldur búið að fá á sig mark. Stelpunum dugar sigur gegn Makedóníu á þriðjudag til að gulltryggja EM-sætið. Makedónía er stigalaust í riðlinum og Ísland vann leikinn gegn þeim ytra, 0-4. Ef stelpurnar spila sinn eðlilega leik ætti farseðillinn á EM að vera klár.Frábærar sjö mínútur Þrátt fyrir mikla yfirburði nær allan leikinn í gær var Ísland aðeins með eins marks forskot í hálfleik. Markið skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir beint úr aukaspyrnu. Svekkjandi miðað við hversu vel liðið var að spila. Skipulagið frábært og stelpurnar sterkari og grimmari í öllum aðgerðum. Það var aftur á móti frábær sjö mínútna kafli eftir rúmlega klukkutíma leik sem gerði út um leikinn. Þá skoraði íslenska liðið þrjú góð skallamörk. Harpa Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir með skallamörkin góðu. Skotar fengu tækifæri til þess að komast á blað í uppbótartíma en vítaspyrna Kim Little fór í stöngina. Íslenska liðið er því ekki enn búið á að fá á sig mark í riðlinum eins og áður segir.Þeirra stjörnur sáust ekki „Liðið var mjög vel undirbúið og skilaði toppframmistöðu. Ég upplifði að við værum klassa betri. Að við værum algjörlega með þær. Þeirra stjörnur sáust ekki í leiknum. Undirbúningurinn snérist mikið um að þora að halda boltanum og spila í stað þess að lúðra fram og vona það besta. Það þarf hugrekki til þess að halda í boltann og spila milli lína. Við tímasettum þetta allt mjög vel,“ segir Freyr og það leynir sér ekki hvað hann er stoltur af sínu liði. „Við vorum að hápressa á útivelli gegn mjög góðu liði. Það eru ekkert margir sem þora því og mér fannst við gera það virkilega vel.“Hvað ef það kemur drullumark? Freyr viðurkennir að hafa ekki liðið allt of vel með 1-0 forskotið þó svo yfirburðirnir hafi verið miklir. „Ég hugsaði hvað ef það kemur eitthvert drullumark? Hvað myndi þá gerast í leiknum? Liðið hélt aftur á móti dampi og það sýnir ákveðin karaktereinkenni. Að vera ekkert að slaka á. Við komum í síðari hálfleikinn af fullum krafti og ætluðum að ná í annað markið,“ segir landsliðsþjálfarinn sem er mjög stoltur af því að liðið sé ekki enn búið að fá á sig mark í riðlakeppninni. „Fyrir mig er það æðislegt. Maður elskar það að fá ekki á sig mark og vonandi höldum við áfram að halda hreinu. Stöngin kom sterk inn til aðstoðar í kvöld. Ási aðstoðarþjálfari sagði fyrir vítið að skotið myndi enda í stönginni. Hann er alveg með þetta, kallinn.“Makedónía er með lélegt lið Landsliðsþjálfarinn fer ekkert í grafgötur með að hans lið sé komið með einn og hálfan fót á EM. Hann gerir þá kröfu að stelpurnar klári dæmið gegn Makedóníu á þriðjudag. „Við ætlum að klára þetta á þriðjudag svo fólk geti farið að panta sér hótel og svona. Þær eru lélegar. Því er ekki hægt að neita og ég vil að við klárum það verkefni með sóma. Það er ekki okkur að kenna að þær séu ekki betur settar en þetta í fótbolta. Við munum ekki sýna neina miskunn. Munum spila af krafti og klára þetta með toppframmistöðu. Það kemur ekkert annað til greina.“ Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Skotland - Ísland 0-4 | Ísland með annan fótinn á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið í lokakeppni EM eftir stórsigur, 0-4, á Skotum í Falkirk í kvöld. 3. júní 2016 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
„Ég get ekki neitað því að vera afar sáttur. Ég held að við getum sagt að þetta hafi verið besti leikur liðsins undir minni stjórn. Fyrirfram hefði ég verið sáttur við eins marks sigur í hörkuleik,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari glaðbeittur eftir sigurinn glæsilega á Skotum í gær. Þarna mættust bestu lið riðilsins og þau voru bæði ósigruð. Eftir þennan leik er aðeins Ísland ósigrað og ekki heldur búið að fá á sig mark. Stelpunum dugar sigur gegn Makedóníu á þriðjudag til að gulltryggja EM-sætið. Makedónía er stigalaust í riðlinum og Ísland vann leikinn gegn þeim ytra, 0-4. Ef stelpurnar spila sinn eðlilega leik ætti farseðillinn á EM að vera klár.Frábærar sjö mínútur Þrátt fyrir mikla yfirburði nær allan leikinn í gær var Ísland aðeins með eins marks forskot í hálfleik. Markið skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir beint úr aukaspyrnu. Svekkjandi miðað við hversu vel liðið var að spila. Skipulagið frábært og stelpurnar sterkari og grimmari í öllum aðgerðum. Það var aftur á móti frábær sjö mínútna kafli eftir rúmlega klukkutíma leik sem gerði út um leikinn. Þá skoraði íslenska liðið þrjú góð skallamörk. Harpa Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir með skallamörkin góðu. Skotar fengu tækifæri til þess að komast á blað í uppbótartíma en vítaspyrna Kim Little fór í stöngina. Íslenska liðið er því ekki enn búið á að fá á sig mark í riðlinum eins og áður segir.Þeirra stjörnur sáust ekki „Liðið var mjög vel undirbúið og skilaði toppframmistöðu. Ég upplifði að við værum klassa betri. Að við værum algjörlega með þær. Þeirra stjörnur sáust ekki í leiknum. Undirbúningurinn snérist mikið um að þora að halda boltanum og spila í stað þess að lúðra fram og vona það besta. Það þarf hugrekki til þess að halda í boltann og spila milli lína. Við tímasettum þetta allt mjög vel,“ segir Freyr og það leynir sér ekki hvað hann er stoltur af sínu liði. „Við vorum að hápressa á útivelli gegn mjög góðu liði. Það eru ekkert margir sem þora því og mér fannst við gera það virkilega vel.“Hvað ef það kemur drullumark? Freyr viðurkennir að hafa ekki liðið allt of vel með 1-0 forskotið þó svo yfirburðirnir hafi verið miklir. „Ég hugsaði hvað ef það kemur eitthvert drullumark? Hvað myndi þá gerast í leiknum? Liðið hélt aftur á móti dampi og það sýnir ákveðin karaktereinkenni. Að vera ekkert að slaka á. Við komum í síðari hálfleikinn af fullum krafti og ætluðum að ná í annað markið,“ segir landsliðsþjálfarinn sem er mjög stoltur af því að liðið sé ekki enn búið að fá á sig mark í riðlakeppninni. „Fyrir mig er það æðislegt. Maður elskar það að fá ekki á sig mark og vonandi höldum við áfram að halda hreinu. Stöngin kom sterk inn til aðstoðar í kvöld. Ási aðstoðarþjálfari sagði fyrir vítið að skotið myndi enda í stönginni. Hann er alveg með þetta, kallinn.“Makedónía er með lélegt lið Landsliðsþjálfarinn fer ekkert í grafgötur með að hans lið sé komið með einn og hálfan fót á EM. Hann gerir þá kröfu að stelpurnar klári dæmið gegn Makedóníu á þriðjudag. „Við ætlum að klára þetta á þriðjudag svo fólk geti farið að panta sér hótel og svona. Þær eru lélegar. Því er ekki hægt að neita og ég vil að við klárum það verkefni með sóma. Það er ekki okkur að kenna að þær séu ekki betur settar en þetta í fótbolta. Við munum ekki sýna neina miskunn. Munum spila af krafti og klára þetta með toppframmistöðu. Það kemur ekkert annað til greina.“
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Skotland - Ísland 0-4 | Ísland með annan fótinn á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið í lokakeppni EM eftir stórsigur, 0-4, á Skotum í Falkirk í kvöld. 3. júní 2016 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
Umfjöllun: Skotland - Ísland 0-4 | Ísland með annan fótinn á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið í lokakeppni EM eftir stórsigur, 0-4, á Skotum í Falkirk í kvöld. 3. júní 2016 19:45