Innlent

Norðmenn fylgjast með hvalveiðum

Freyr Bjarnason skrifar
Verið er að reyna að tryggja fjármagn til að hægt verði að fá norska sérfræðinga til Íslands.
Verið er að reyna að tryggja fjármagn til að hægt verði að fá norska sérfræðinga til Íslands. Fréttablaðið/Vilhelm
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vonast til þess að norskir aðilar komi til Íslands í sumar til að fylgjast með hvort hvalveiðar séu stundaðar á mannúðlegan hátt.

„Ég veit ekki annað en að svo verði og það hefur staðið til í nokkuð langan tíma. Menn hafa verið að reyna að tryggja fjármagn til þess að það geti orðið. Það þarf auðvitað að kaupa þessa sérfræðinga að,“ sagði hann á Alþingi eftir fyrirspurn Edwards Huijbens, þingmanns Vinstri grænna.

Þar vísaði Edward til fréttar Fréttablaðsins þess efnis að þrír fjórðu hlutar Íslendinga teldu mikilvægt að hvalveiðar færu fram á mannúðlegan hátt. Engar upplýsingar eru til um með hvaða hætti hvalveiðar við Ísland eru stundaðar með tilliti til dýravelferðar.

Sigurður Ingi sagði að hvalveiðar Íslendinga eins mannúðlegar og hægt væri. „Mér finnst mjög gott að það skuli vera mjög ríkur vilji hjá Íslendingum og að það skuli vera skoðun þeirra að hvalir skuli veiddir á eins mannúðlegan hátt og hægt er eins og aðrar skepnur sem við aflífum til þess að búa til mat fyrir mannkynið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×