Erlent

Tími neyðarlaganna í Frakklandi lengdur

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Forsætisráðherra Frakklands Manuel Valls sagði í viðtali við BBC að ekki væri ráðlegt að binda enda á neyðarlöggjöfina sem sett var á laggirnar eftir hryðjuverkaárásirnar þann 13. nóvember 2015 fyrir ári síðan. Neyðarlöggjöfin er því liður í því að hafa betra eftirlit. BBC greinir frá þessu.

Valls telur það vera mikilvægt að leyfa neyðarlöggjöfinni að standa sérstaklega í ljósi þess hve stutt sé síðan að 84 létust í árás í Nice á Bastilludaginn þegar maður keyrði inn í mannþyrpingu og hóf skotárás. Eftir það var tími neyðarlaganna lengdur um sex mánuði. Valls segir einnig forsetakosningarnar á næsta ári spila inn í enda þurfi að standa vörð um öryggi fólksins í landinu á þeim umrótartímum.

Árásin 15 nóvember í fyrra varð 130 manns að bana. Hryðjuverkamenn kenndir við Íslamska ríkið hófu skotárás á tónleikagesti tónleikastaðarins Bataclan en einnig var skipulögð hryðjuverkaárás á Stade France og á veitingastað sem var fullur af fólki. Árásin skildi eftir sig varanleg sár hjá frönsku þjóðinni.

Francois Hollande, forseti Frakklands, mun í dag afhjúpa minnisvarða til minningar um atburðinn og fórnarlömb árásanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×