Fótboltamót eins og EM „segull fyrir skipulagða glæpastarfsemi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júní 2016 15:11 Íslenskir stuðningsmenn ættu að vera á varðbergi. Íslenskir lögreglufulltrúar á vegum Ríkislögreglustjóra í Frakklandi brýna fyrir Íslendingum að geyma ekki verðmæti í eftirlitslausum bílum á meðan á leikjum Íslands á mótinu stendur. Nokkrir Íslendingar lentu í því í gær að brotist var inn í bíla þeirra og farangur tekinn. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi í stjórnstöðinni í París, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu ekki hafa nákvæma tölu yfir fjölda Íslendinga sem lentu í þessu. Innbrotin áttu sér stað á meðan á leik Íslands og Portúgal stóð í gær. „Þetta er eitthvað sem fólk þarf að vera meira vakandi fyrir erlendis og sérstaklega í kringum þetta mót því að það er náttúrulega segull fyrir skipulagða glæpastarfsemi,“ segir Tjörvi. Hann segir að smáglæpir gleymist oft þar sem rík áhersla er lögð á að sporna við hryðjuverkum og bregðast við átökum í kringum fótboltabullur. Þó geta smáglæpir haft gríðarlega mikil áhrif á hinn almenna borgara; það er ekkert grín að tapa öllum fötunum sínum, vegabréfinu eða miða á næsta leik. Sjá einnig: Brotist inn í bíla íslenskra stuðningsmanna á meðan strákarnir léku gegn Portúgal „Svona mikill mannfjöldi dregur að sér skipulagða glæpastarfsemi og afbrotahópa. Þeir eru fljótir að kveikja á erlendum bílnúmer og að þar séu líklega ferðamenn sem eru með einhver verðmæti í bílnum. Við viljum endilega brýna fyrir fólki að passa upp á verðmæti í bílum, reyna að leggja bílum á öruggum stöðum og helst í vöktuðum bílastæðahúsum. Ef ekki verður komist hjá því að geyma verðmæti í bílum þá er mikilvægt að reyna að hylja verðmætin eins og kostur er.“ Gæti orðið enn stærra vandamál fyrir næsta leik Næsti leikur Íslands er á móti Ungverjalandi og fer hann fram í Marseille. „Við óttumst að þetta geti orðið enn stærra vandamál í Marseille. Því Marseille er mun stærri borg en Saint-Étienne. Það er líklegt að þeir sem leggi leið sína þangað reyni að komast í feitt eins og sagt er.“ Ríkislögreglustjóri sinnir ákveðnu upplýsingahlutverki milli lögreglunnar í Frakklandi og Íslendinga, bæði á mótinu og hér heima. Með það að augnamiði stofnaði embættið Facebook-síðu, Twitter-reikning og Instagram. Birtar voru leiðbeiningar á Facebook varðandi hvernig skal varast vasaþjófa en það er nokkuð algengt að fólk tapi verðmætum vegna þeirra í Frakklandi. „Vasaþjófnaður er stórt vandamál víða um Evrópu og þeir sem stunda hann vinna ýmist einir en stærsta og erfiðasta vandamálið eru skipulögðu gengin sem vinna þvert á landamæri,“ segir í pistli Ríkislögreglustjóra. Þar er sérstaklega varað við mismunandi aðferðum sem þjófarnir beita. Embættið hvetur alla þá sem hyggjast sækja mótið að kynna sér þessar leiðbeiningar og vera á varðbergi. Að öðru leyti fór gærkvöldið sérstaklega vel fram. Íslenskir stuðningsmenn til fyrirmyndar en mikill fögnuður braust út meðal landsmanna eftir að við „sigruðum“ Portúgal 1-1. „Það var bara brjáluð stemning. Ég held það sé ekki hægt að orða það öðruvísi,“ segir Tjörvi. Hann segir þó flesta Íslendinga hafa farið tiltölulega snemma frá Saint-Étienne þar sem flestir gista annars staðar. Stuðningsmenn landa á borð við Rússland og England hafa valdið vandræðum á mótinu en brotist hafa út slagsmál og menn slasast alvarlega. Tjörvi segir þetta eiga sérstaklega við um fótboltaklúbba sem eru að berjast sín á milli. Þó sé mikilvægt að vera ekki að ögra stuðningsmönnum annarra liða. „Sumir geta verið viðkvæmir fyrir þessu, bara passa sig að vera ekki að tefla neinu í tvísýnu.“ Tengdar fréttir Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Þeir sem spiluðu í Saint-Étienne í gærkvöldi hvíla í dag Allir komust heilir frá leiknum að sögn Lars Lagerbäck. 15. júní 2016 10:30 Strákarnir okkar keyrðu fram úr öllum á frönsku hraðbrautunum Okkar menn voru komnir upp á hótel klukkan 3:15 í nótt og áttu sumir erfitt með að festa svefn. 15. júní 2016 11:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Íslenskir lögreglufulltrúar á vegum Ríkislögreglustjóra í Frakklandi brýna fyrir Íslendingum að geyma ekki verðmæti í eftirlitslausum bílum á meðan á leikjum Íslands á mótinu stendur. Nokkrir Íslendingar lentu í því í gær að brotist var inn í bíla þeirra og farangur tekinn. Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi í stjórnstöðinni í París, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir lögreglu ekki hafa nákvæma tölu yfir fjölda Íslendinga sem lentu í þessu. Innbrotin áttu sér stað á meðan á leik Íslands og Portúgal stóð í gær. „Þetta er eitthvað sem fólk þarf að vera meira vakandi fyrir erlendis og sérstaklega í kringum þetta mót því að það er náttúrulega segull fyrir skipulagða glæpastarfsemi,“ segir Tjörvi. Hann segir að smáglæpir gleymist oft þar sem rík áhersla er lögð á að sporna við hryðjuverkum og bregðast við átökum í kringum fótboltabullur. Þó geta smáglæpir haft gríðarlega mikil áhrif á hinn almenna borgara; það er ekkert grín að tapa öllum fötunum sínum, vegabréfinu eða miða á næsta leik. Sjá einnig: Brotist inn í bíla íslenskra stuðningsmanna á meðan strákarnir léku gegn Portúgal „Svona mikill mannfjöldi dregur að sér skipulagða glæpastarfsemi og afbrotahópa. Þeir eru fljótir að kveikja á erlendum bílnúmer og að þar séu líklega ferðamenn sem eru með einhver verðmæti í bílnum. Við viljum endilega brýna fyrir fólki að passa upp á verðmæti í bílum, reyna að leggja bílum á öruggum stöðum og helst í vöktuðum bílastæðahúsum. Ef ekki verður komist hjá því að geyma verðmæti í bílum þá er mikilvægt að reyna að hylja verðmætin eins og kostur er.“ Gæti orðið enn stærra vandamál fyrir næsta leik Næsti leikur Íslands er á móti Ungverjalandi og fer hann fram í Marseille. „Við óttumst að þetta geti orðið enn stærra vandamál í Marseille. Því Marseille er mun stærri borg en Saint-Étienne. Það er líklegt að þeir sem leggi leið sína þangað reyni að komast í feitt eins og sagt er.“ Ríkislögreglustjóri sinnir ákveðnu upplýsingahlutverki milli lögreglunnar í Frakklandi og Íslendinga, bæði á mótinu og hér heima. Með það að augnamiði stofnaði embættið Facebook-síðu, Twitter-reikning og Instagram. Birtar voru leiðbeiningar á Facebook varðandi hvernig skal varast vasaþjófa en það er nokkuð algengt að fólk tapi verðmætum vegna þeirra í Frakklandi. „Vasaþjófnaður er stórt vandamál víða um Evrópu og þeir sem stunda hann vinna ýmist einir en stærsta og erfiðasta vandamálið eru skipulögðu gengin sem vinna þvert á landamæri,“ segir í pistli Ríkislögreglustjóra. Þar er sérstaklega varað við mismunandi aðferðum sem þjófarnir beita. Embættið hvetur alla þá sem hyggjast sækja mótið að kynna sér þessar leiðbeiningar og vera á varðbergi. Að öðru leyti fór gærkvöldið sérstaklega vel fram. Íslenskir stuðningsmenn til fyrirmyndar en mikill fögnuður braust út meðal landsmanna eftir að við „sigruðum“ Portúgal 1-1. „Það var bara brjáluð stemning. Ég held það sé ekki hægt að orða það öðruvísi,“ segir Tjörvi. Hann segir þó flesta Íslendinga hafa farið tiltölulega snemma frá Saint-Étienne þar sem flestir gista annars staðar. Stuðningsmenn landa á borð við Rússland og England hafa valdið vandræðum á mótinu en brotist hafa út slagsmál og menn slasast alvarlega. Tjörvi segir þetta eiga sérstaklega við um fótboltaklúbba sem eru að berjast sín á milli. Þó sé mikilvægt að vera ekki að ögra stuðningsmönnum annarra liða. „Sumir geta verið viðkvæmir fyrir þessu, bara passa sig að vera ekki að tefla neinu í tvísýnu.“
Tengdar fréttir Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Þeir sem spiluðu í Saint-Étienne í gærkvöldi hvíla í dag Allir komust heilir frá leiknum að sögn Lars Lagerbäck. 15. júní 2016 10:30 Strákarnir okkar keyrðu fram úr öllum á frönsku hraðbrautunum Okkar menn voru komnir upp á hótel klukkan 3:15 í nótt og áttu sumir erfitt með að festa svefn. 15. júní 2016 11:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45
Þeir sem spiluðu í Saint-Étienne í gærkvöldi hvíla í dag Allir komust heilir frá leiknum að sögn Lars Lagerbäck. 15. júní 2016 10:30
Strákarnir okkar keyrðu fram úr öllum á frönsku hraðbrautunum Okkar menn voru komnir upp á hótel klukkan 3:15 í nótt og áttu sumir erfitt með að festa svefn. 15. júní 2016 11:15