Innlent

Leyniskýrsla um slóðaskap

 Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði umhverfisráðherra á Alþingi á miðvikudag um viðbrögð við leka síðastliðið vor á geislavirkum efnum í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield á Englandi. Hann sagði að blaðið The Independent hefði birt gögn nýverið um endurtekin mistök í Sellafield, meðal annars við gæðaeftirlit. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sagði að málinu yrði fylgt fast eftir af umhverfisráðherrum Norðurlanda og barátta þeirra hefði þegar skilað árangri. Þess vegna væru það vonbrigði að ástandið í stöðinni væri ekki betra. Fram kom í máli Sigríðar Önnu að skýrslu um leka á 83 þúsund lítrum af geislavirkum vökva síðastliðið vor væri ekki enn lokið af hálfu breskra yfirvalda. Hún hefði bréflega lýst áhyggjum íslenskra stjórnvalda við breska umhverfisráðherrann og umhverfisráðherrar Norðurlanda myndu ræða málið frekar á fundi í Reykjavík hinn 26. október næstkomandi. Fram kom í máli þingmanna að til stæði að einkavæða Sellafieldstöðina og það kynni að gera viðbrögð við vandanum erfiðari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×