Innlent

Hvít jól í kortunum

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/GVA
Norska veðurstofan spáir hvítum jólum víðast hvar hér á landi,  í nýrri  langtímaspá sinni. Jafnframt er spáð mildu frosti  og að sumstaðar muni snjóa eitthvað á aðfangadag.

Þessi spá er nokkuð í takt við athuganir Veðurstofu Íslands, þar sem engin hláka er í kortunum, en margar lægðir eru á ferðinni um Atlantshafið þessa dagana með tilheyrandi misviðri. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.