Lögfræðikostnaður Hannesar um 30 milljónir 3. apríl 2008 19:55 Hannes Hólmsteinn Gissurarason rauf í kvöld þagnarbindindi sem hann hefur verið í síðan Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxness í fyrsta bindi ævisögu sem Hannes skrifaði um nóbelskáldið. Hannes ræddi dóminn og viðbrögð rektors Háskóla Íslands við honum við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að Hannes hyggist gefa út hið umdeilda fyrsta bindi aftur. Það sé gallað og að hann hafi farið of nálægt texta Laxness. "Ég vill vera löghlýðinn borgari og vandaður akdemískur fræðimaður," sagði Hannes fullur iðrunar. Hannes segist taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í málinu. "Ég mun gera mitt besta til þess að læra af þessu," bætti hann við. Hannes greindi frá því kvöld að lögfræðikostnaður vegna málaferla sem hann hefur staðið í undanfarin ár, annars vegar vegna ævisögunnar um Laxness og hins vegar vegna ummæla hans um Jón Ólafsson, sé um 30 milljónir. "Ég hef þegar greitt 23 milljónir og skulda sjö til viðbótar...Yfirdráttarheimildin mín er í botni," sagði Hannes en hann hefur selt hús sitt við Hringbraut til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar félaga síns til þess að fjármagna þennan kostnað. Hannes tók það hins vegar fram að hann væri afar þakklátur þeim sem skipulagt hafa söfnun honum til handa. Það fór þó ekki á milli mála að Hannesi sárnar að hafa verið dreginn í svona langdreginn málaferli líkt og þau sem sem hann stendur í með Jóni Ólafsson í Englandi. Hann viðurkenndi að hafa tekið fast til orða um Jón en sagði að bæði hann og Jón væru opinberar persónur sem yrðu að þola gagnrýni. Að lokum spurði Hannes: "Hvernig er það, eigum við ekki að leyfa smá málfrelsi að blakta eins og kerti?" Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarason rauf í kvöld þagnarbindindi sem hann hefur verið í síðan Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxness í fyrsta bindi ævisögu sem Hannes skrifaði um nóbelskáldið. Hannes ræddi dóminn og viðbrögð rektors Háskóla Íslands við honum við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Þar kom fram að Hannes hyggist gefa út hið umdeilda fyrsta bindi aftur. Það sé gallað og að hann hafi farið of nálægt texta Laxness. "Ég vill vera löghlýðinn borgari og vandaður akdemískur fræðimaður," sagði Hannes fullur iðrunar. Hannes segist taka mark á þeirri gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í málinu. "Ég mun gera mitt besta til þess að læra af þessu," bætti hann við. Hannes greindi frá því kvöld að lögfræðikostnaður vegna málaferla sem hann hefur staðið í undanfarin ár, annars vegar vegna ævisögunnar um Laxness og hins vegar vegna ummæla hans um Jón Ólafsson, sé um 30 milljónir. "Ég hef þegar greitt 23 milljónir og skulda sjö til viðbótar...Yfirdráttarheimildin mín er í botni," sagði Hannes en hann hefur selt hús sitt við Hringbraut til félags í eigu Kjartans Gunnarssonar félaga síns til þess að fjármagna þennan kostnað. Hannes tók það hins vegar fram að hann væri afar þakklátur þeim sem skipulagt hafa söfnun honum til handa. Það fór þó ekki á milli mála að Hannesi sárnar að hafa verið dreginn í svona langdreginn málaferli líkt og þau sem sem hann stendur í með Jóni Ólafsson í Englandi. Hann viðurkenndi að hafa tekið fast til orða um Jón en sagði að bæði hann og Jón væru opinberar persónur sem yrðu að þola gagnrýni. Að lokum spurði Hannes: "Hvernig er það, eigum við ekki að leyfa smá málfrelsi að blakta eins og kerti?"
Tengdar fréttir Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02 Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23 HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59 Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Dómur fyrir ritstuld grafalvarlegt mál Ágúst Einarsson rektor Háskólans á Bifröst segir að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. 3. apríl 2008 14:02
Opinberun Hannesar fyrir helgi Þær upplýsingar fengust hjá rektorsskrifstofu Háskóla Íslands í dag að ákvörðunar væri að vænta í máli prófessors Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar fyrir helgi en yfirstjórn skólans fundar nú um málið. 3. apríl 2008 13:23
HÍ áminnir Hannes ekki fyrir ritstuld Brot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn höfundarrétti Halldórs Kiljan Laxnes er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Hún telur sig hins vegar ekki geta áminnt Hannes vegna þess. 3. apríl 2008 18:59
Segir Hannes hafa logið að þjóðinni „Ef nemendur eru reknir fyrir að stela úr verkum annarra og gera þau að sínum þá hlýtur það sama að ganga yfir kennara. Er það ekki svoleiðis ef menn brjóta af sér í starfi sínu að þá missa þeir starfið?“ spyr Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri og dóttir Halldórs Kiljan Laxness, innt álits á væntanlegum viðbrögðum Háskóla Íslands við dómi Hæstaréttar. 3. apríl 2008 14:30