Guðjón Valur þriðji Íslendingurinn hjá Barcelona Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júní 2014 12:30 Guðjón Valur Sigurðsson er kominn í eitt best mannaða handboltalið heims. Vísir/getty Eins og greint var frá fyrr í morgun er Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, genginn í raðir spænska stórveldisins Barcelona. Guðjón Valur er annar íslenski handboltamaðurinn sem gengur í raðir Katalóníurisans og þriðji Íslendingurinn en áður hafa leikið með liðinu þeir ViggóSigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Hornamaðurinn magnaði skrifaði undir tveggja ára samning við Barcelona en hann kemur til liðsins frá Kiel í Þýskalandi þar sem hann varð deildarmeistari í ár eftir ótrúlega lokaumferð. Guðjón Valur er 34 ára gamall (35 á árinu), níu árum eldri en Viggó var þegar hann samdi við Barcelona árið 1979. Eiður Smári var 27 ára (28 á árinu) þegar hann var keyptur frá Chelsea fyrir tólf milljónir Evra árið 2006. Hjá Barcelona mun Guðjón Valur leika með mörgum af allra bestu handboltamönnum heims. Hann er ekki óvanur því að spila með stórstjörnum en lið Barcelona er hreint ótrúlega mannað. Útilínan er skipuð þeim Siarhei Rutenka frá Hvíta-Rússlandi, NicolaKarabatic frá Frakklandi og KirilLazarov frá Makedóníu. Rutenka og Lazarov eru einhverjir mestu markaskorarar heims og þá vita allir hvað Karabatic getur. Af öðrum leikmönnum má nefna markvörðinn ArpadSterbik og franska línumanninn Cédric Sorhaindo. Guðjón Valur gæti verið síðasta púslið í liðið sem þráir að vinna aftur Meistaradeild Evrópu.Íslendingarnir þrír hjá Barcelona:Viggó Sigurðsson.Vísir/PjeturViggó SigurðssonÍþrótt: HandboltiFæddur: 11. febrúar 1954Kom til Barcelona frá Víkingi 1979Fór frá Barcelona til Bayer Leverkusen 1981Aldur við undirskrift: 25 áraAfrek: Spænskur meistari 1980 Viggó Sigurðsson heillaði forráðamenn Barcelona upp úr skónum í B-keppninni á Spáni árið 1979 og var í kjölfarið fenginn til spænska liðsins sem hafði á þeim tíma aldrei orðið deildarmeistari. Með Viggó og Valero Rivera, sem á seinni árum gerðist landsliðsþjálfari Spánar og vann heimsmeistaratitilinn með liðið í fyrra, varð Barcelona Spánarmeistari á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins. Hann spilaði tvö ár með Barcelona áður en hann yfirgaf félagið og samdi við Leverkusen í Þýskalandi árið 1981. Hann varð síðar landsliðsþjálfari Íslands.Eiður Smári Guðjohnsen.Vísir/gettyEiður Smári GuðjohnsenÍþrótt: FótboltiFæddur: 15. semptember 1978Kom til Barcelona frá Chelsea 2006Fór frá Barcelona til AS Monaco 2009Aldur við undirskrift: 27 áraAfrek: Spænskur meistari 2009, stórbikar Evrópu 2009, bikarmeistari 2009, stórbikar Spánar 2006 og 2009, sigurvegari í Meistaradeildinni 2009 Eiður Smári Guðjohnsen er eini knattspyrnumaður Íslendinga sem spilað hefur með Barcelona, en liðið á að baki 22 Spánarmeistaratitla og hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeild Evrópu. Barcelona borgaði Chelsea myndarlega upphæð fyrir Eið árið 2006 sem var nýorðinn Englandsmeistari með Lundúnaliðinu annað árið í röð. Hann skoraði sigurmark gegn Celta Vigo í sínum fyrsta deildarleik. Í heildina spilaði Eiður Smári 72 deildarleiki með Barcelona á þremur tímabilum og skoraði tíu mörk. Hann yfirgaf félagið sumarið 2009 og hélt þá til Frakklands. Eiður var nú síðast á mála hjá belgíska liðinu Club Brugge.Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/gettyGuðjón Valur SigurðssonÍþrótt: HandboltiFæddur: 8. ágúst 1979Kom til Barcelona frá Kiel 2014Aldur við undirskrift: 34 ára Guðjón Valur hefur, eins og allir vita, verið einn besti hornamaður heims um árabil. Hann er nýkrýndur Þýskalandsmeistari með Kiel og var valinn í lið úrslitahelgar Meistaradeildarinnar þar sem hann fór á kostum. Hann hefur spilað með Kiel undanfarin tvö ár en var áður á mála hjá AG Kaupmannahöfn, Rhein-Neckar Löwen, Gummersbach og Essen. Guðjón hefur leik með Barcelona í haust en hann er nú staddur með íslenska landsliðinu í Sarajevo þar sem það mætir Bosníu í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2015 í Katar. Fótbolti Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur genginn í raðir Barcelona | Myndir Landsliðsfyrirliði Íslands flytur sig um set frá Þýskalandi til Katalóníu. 6. júní 2014 09:26 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í morgun er Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, genginn í raðir spænska stórveldisins Barcelona. Guðjón Valur er annar íslenski handboltamaðurinn sem gengur í raðir Katalóníurisans og þriðji Íslendingurinn en áður hafa leikið með liðinu þeir ViggóSigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Hornamaðurinn magnaði skrifaði undir tveggja ára samning við Barcelona en hann kemur til liðsins frá Kiel í Þýskalandi þar sem hann varð deildarmeistari í ár eftir ótrúlega lokaumferð. Guðjón Valur er 34 ára gamall (35 á árinu), níu árum eldri en Viggó var þegar hann samdi við Barcelona árið 1979. Eiður Smári var 27 ára (28 á árinu) þegar hann var keyptur frá Chelsea fyrir tólf milljónir Evra árið 2006. Hjá Barcelona mun Guðjón Valur leika með mörgum af allra bestu handboltamönnum heims. Hann er ekki óvanur því að spila með stórstjörnum en lið Barcelona er hreint ótrúlega mannað. Útilínan er skipuð þeim Siarhei Rutenka frá Hvíta-Rússlandi, NicolaKarabatic frá Frakklandi og KirilLazarov frá Makedóníu. Rutenka og Lazarov eru einhverjir mestu markaskorarar heims og þá vita allir hvað Karabatic getur. Af öðrum leikmönnum má nefna markvörðinn ArpadSterbik og franska línumanninn Cédric Sorhaindo. Guðjón Valur gæti verið síðasta púslið í liðið sem þráir að vinna aftur Meistaradeild Evrópu.Íslendingarnir þrír hjá Barcelona:Viggó Sigurðsson.Vísir/PjeturViggó SigurðssonÍþrótt: HandboltiFæddur: 11. febrúar 1954Kom til Barcelona frá Víkingi 1979Fór frá Barcelona til Bayer Leverkusen 1981Aldur við undirskrift: 25 áraAfrek: Spænskur meistari 1980 Viggó Sigurðsson heillaði forráðamenn Barcelona upp úr skónum í B-keppninni á Spáni árið 1979 og var í kjölfarið fenginn til spænska liðsins sem hafði á þeim tíma aldrei orðið deildarmeistari. Með Viggó og Valero Rivera, sem á seinni árum gerðist landsliðsþjálfari Spánar og vann heimsmeistaratitilinn með liðið í fyrra, varð Barcelona Spánarmeistari á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins. Hann spilaði tvö ár með Barcelona áður en hann yfirgaf félagið og samdi við Leverkusen í Þýskalandi árið 1981. Hann varð síðar landsliðsþjálfari Íslands.Eiður Smári Guðjohnsen.Vísir/gettyEiður Smári GuðjohnsenÍþrótt: FótboltiFæddur: 15. semptember 1978Kom til Barcelona frá Chelsea 2006Fór frá Barcelona til AS Monaco 2009Aldur við undirskrift: 27 áraAfrek: Spænskur meistari 2009, stórbikar Evrópu 2009, bikarmeistari 2009, stórbikar Spánar 2006 og 2009, sigurvegari í Meistaradeildinni 2009 Eiður Smári Guðjohnsen er eini knattspyrnumaður Íslendinga sem spilað hefur með Barcelona, en liðið á að baki 22 Spánarmeistaratitla og hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeild Evrópu. Barcelona borgaði Chelsea myndarlega upphæð fyrir Eið árið 2006 sem var nýorðinn Englandsmeistari með Lundúnaliðinu annað árið í röð. Hann skoraði sigurmark gegn Celta Vigo í sínum fyrsta deildarleik. Í heildina spilaði Eiður Smári 72 deildarleiki með Barcelona á þremur tímabilum og skoraði tíu mörk. Hann yfirgaf félagið sumarið 2009 og hélt þá til Frakklands. Eiður var nú síðast á mála hjá belgíska liðinu Club Brugge.Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/gettyGuðjón Valur SigurðssonÍþrótt: HandboltiFæddur: 8. ágúst 1979Kom til Barcelona frá Kiel 2014Aldur við undirskrift: 34 ára Guðjón Valur hefur, eins og allir vita, verið einn besti hornamaður heims um árabil. Hann er nýkrýndur Þýskalandsmeistari með Kiel og var valinn í lið úrslitahelgar Meistaradeildarinnar þar sem hann fór á kostum. Hann hefur spilað með Kiel undanfarin tvö ár en var áður á mála hjá AG Kaupmannahöfn, Rhein-Neckar Löwen, Gummersbach og Essen. Guðjón hefur leik með Barcelona í haust en hann er nú staddur með íslenska landsliðinu í Sarajevo þar sem það mætir Bosníu í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2015 í Katar.
Fótbolti Handbolti Tengdar fréttir Guðjón Valur genginn í raðir Barcelona | Myndir Landsliðsfyrirliði Íslands flytur sig um set frá Þýskalandi til Katalóníu. 6. júní 2014 09:26 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Guðjón Valur genginn í raðir Barcelona | Myndir Landsliðsfyrirliði Íslands flytur sig um set frá Þýskalandi til Katalóníu. 6. júní 2014 09:26