Sport

Eiginkona NFL-stjörnu setti byssu upp að höfði hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Earl Thomas skrifaði undir fjögurra ára samning við Baltimore Ravens í mars í fyrra sem gefur honum 55 milljónir dollara en þar af eru 32 milljónir gulltryggðar. 55 milljónir Bandaríkjadala eru meira en átta milljarðar í íslenskum krónum.
Earl Thomas skrifaði undir fjögurra ára samning við Baltimore Ravens í mars í fyrra sem gefur honum 55 milljónir dollara en þar af eru 32 milljónir gulltryggðar. 55 milljónir Bandaríkjadala eru meira en átta milljarðar í íslenskum krónum. Getty/Nick Cammett/

Eiginkona NFL-leikmannsins Earl Thomas brást mjög illa við því þegar hún komst að því að hann væri að halda framhjá sér.

Lögreglumenn sem komust yfir myndband af atburðinum sögðu að Earl Thomas væri heppinn að vera á lífi þar sem að eiginkona setti hlaðna byssu upp að höfði hans í miklu reiðikasti.

TMZ Sports hefur grafið upp upplýsingar um það sem gerðist hjá þeim Earl og Ninu Thomas 13. apríl síðastliðinn.

Nina Thomas braust inn í Snapchat reikning eiginmannsins og komst þar að því að hann væri að halda framhjá sér. Hún notaði einnig Snapchat til að finna hvar hann var.

Nina Thomas greip með sér 9mm Berreta byssu eiginmannsins, fékk tvær vinkonur með sér og leitaði eiginmanninn uppi. Hún sagðist í yfirheyrslu aðeins ætlað að hræða Earl Thomas með byssunni.

Nina Thomas kom síðan að Earl Thomas og bróður hans Seth Thomas þar sem þeir voru án klæða í Airbnb íbúð með ónefndum konum.

Myndband sem ein vinkonanna tók upp sýnir Nina Thomas beina byssunni upp að höfðu eiginmannsins. Hún hélt að hún væri ekki hlaðin en annað kom upp í ljós seinna.

Lögreglan segir að Earl Thomas hafi tekist að slá vopnið úr höndum eiginkonunnar. Lögreglan kom seinna á staðinn og handtók Ninu Thomas.

Nina Thomas var ákærð fyrir innbrot, fyrir líkamsárás með banvænu vopni og fyrir heimilisofbeldi.

Earl Thomas hefur átt farsælan feril í NFL-deildinni en hann er nú leikmaður Baltimore Ravens. Thomas er þekktastur fyrir að vera einn af meðlimum Legion of Boom varnarinnar hjá Seattle Seahawks en hann varð meistari með liðinu árið 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.