Erlent

Tígrisdýr laust í Flórída

Tvö hundruð og sjötíu kílóa tígrisdýr gengur enn laust í Flórída, annan daginn í röð. Tígurinn slapp úr búri eiganda síns, leikarans Steve Sipek, sem eitt sinn lék Tarzan. Lögregla hefur sett upp girðingu í kringum leitarsvæðið og leitar dýrsins ákaft. Það hefur sést í fjarlægð nokkrum sinnum, síðast í morgun þegar ung kona kom að því í garðinum sínum. Lögregla fylgdi í dag nokkrum hræddum íbúum svæðisins í burtu en á von á að tígurinn snúi heim þegar hann verður svangur. Steve Sipek (með keðjuna), eigandi tígursins, sést hér á spjalli við lögreglumann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×