Íslenski boltinn

Fylkir vann Þrótt í vítaspyrnukeppni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Fylkis og Þróttar í Landsbankadeildinni fyrr í sumar.
Úr leik Fylkis og Þróttar í Landsbankadeildinni fyrr í sumar.

Fylkir vann Þrótt eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og í framlengingunni skoruðu liðin sitthvort markið. Fylkir vann síðan vítaspyrnukeppnina og komst í sextán liða úrslit VISA bikarsins.

Þróttur komst yfir á 35. mínútu með marki frá Andrési Vilhjálmssyni. Fögnuður heimamanna stóð þó stutt yfir því Jóhann Þórhallsson jafnaði skömmu síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því framlengt.

Í fyrri hálfleik framlengingar skoraði Jóhann aftur fyrir Fylki og Árbæjarliðið náði forystu. Rafn Andri Haraldsson jafnaði hinsvegar í 2-2 í seinni hálfleik framlengingarinnar. Stuttu síðar fékk Fylkismaðurinn Hermann Aðalgeirsson rauða spjaldið.

Staðan 2-2 eftir 120 mínútur og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Fylkir vann vítaspyrnukeppnina 4-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×