Íslenski boltinn

Hörður tryggði HK sigur á ÍA í lokin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grindavík vann Hött frá Egilsstöðum 2-1.
Grindavík vann Hött frá Egilsstöðum 2-1.

HK er komið í sextán liða úrslit VISA-bikarsins eftir 1-0 sigur á ÍA á heimavelli í kvöld. Varamaðurinn Hörður Magnússon skoraði sigurmarkið undir blálok leiksins.

32-liða úrslit bikarsins hófust í kvöld með átta leikjum en nær öll úrslit voru eftir bókinni. Það stendur yfir framlenging í leik Þróttar og Fylkis en staðan þar var 1-1 eftir venjulegan leiktíma.

Berserkir, sem leika í 3. deild, stóðu í 1. deildarliði Hauka en Hafnarfjarðarliðið vann 2-1 sigur. Móðurfélag Berserkja, Víkingur, komst áfram með 1-0 sigri á Gróttu en Pétur Viðarsson skoraði eina mark leiksins.

Þá komust Grindavík, ÍBV, Víðir og Reynir Sandgerði áfram í kvöld en úrslitin má sjá hér að neðan.

32 liða úrslit VISA bikarsins

Víkingur R. - Grótta 1-0

HK - ÍA 1-0

Víðir - Þróttur V. 1-0

ÍBV - Leiknir R. 2-0

Haukar - Berserkir 2-1

Grindavík - Höttur 2-1

Þróttur R. - Fylkir 1-1 (framlengt)

Reynir S. - Sindri 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×