Erlent

Í dauðadái eftir skotárás á Bahama-eyjum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
New Providence, höfuðborg Bahama-eyja.
New Providence, höfuðborg Bahama-eyja.

Breskur starfsmaður fjárfestingarfyrirtækis á Bahama-eyjum liggur í dauðadái eftir að óþekktur árásarmaður skaut hann í höfuðið fyrir utan vinnustað hans í síðustu viku. Lögregla segir tilræðismanninn augljóslega hafa setið fyrir fórnarlambi sínu og er hans nú leitað. Lögreglumenn vakta manninn þar sem hann liggur á sjúkrahúsi en hann hefur ekki komist til meðvitundar enn og því ekki verið hægt að spyrja hann um hugsanlegan aðdraganda árásarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×