Erlent

Rændi verslanir og náðist á flótta

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla í Kaupmannahöfn hafði hendur í hári ræningja eftir töluverðan eltingarleik á föstudaginn en maðurinn forðaði sér á bíl eftir að hafa ógnað afgreiðslumanni í verslun með hníf. Meðan á eftirförinni stóð bárust lögreglu tilkynningar um tvö rán til viðbótar á sömu slóðum og passaði lýsingin á þeim, sem þar var á ferð, við flóttamanninn. Honum tókst að komast þó nokkra vegalengd áður en lögregla náði að króa hann af og handtaka hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×