Sjálfvirkt neyðarkall í alla bíla Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júlí 2013 06:30 Evrópusambandið hefur þrýst á um upptöku svokallað eCall-neyðarboðakerfis í bíla og vill nú að notkun kerfisins verði bundin í lög. Fyrra markmið gerði ráð fyrir því að Evrópulönd tækju sjálf upp kerfið fyrir árslok 2009. Fréttablaðið/Valli Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) leggur til breytingar sem leiða til þess að á Evrópska efnahagssvæðinu öllu verður tekið upp kerfi fyrir sjálfvirk neyðarboð lendi bílar í alvarlegum slysum. Tillögurnar á enn eftir að samþykkja í Evrópuráðinu og á Evrópuþinginu. Hér á landi er hins vegar þegar hafinn undirbúningur að upptöku evrópska eCall-neyðarboðakerfisins. Lendi bíll í árekstri sendir hann sjálfvirkt boð í 112 og mögulega komið á talsambandi milli starfsmanns neyðarlínu og þeirra sem í bílnum eru. „Ráðuneytið er nýbúið að halda fund um þetta þar sem verið var að ýta þessum málum af stað. Í haust förum við væntanlega að prófa þennan búnað,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Framkvæmdastjórn ESB segir tilganginn að draga úr skaðlegum áhrifum alvarlegra umferðarslysa í Evrópu. „Áætlað er að árlega geti kerfið bjargað allt að 2.500 mannslífum,“ segir í tilkynningu Framkvæmdastjórnarinnar. Samkvæmt frumvarpsdrögum ráðsins verða allir nýir farþegabílar og vélknúin farartæki undir 4,5 tonnum að þyngd að vera búin eCall-búnaði frá og með októbermánuði 2015 og viðeigandi búnaði komið upp í löndum Evrópska efnahagssvæðisins.Siim Kallas samgöngustjóri ESB og Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.„Tillögurnar eru skref í þá átt að gera evrópska vegi öruggari,“ segir Siim Kallas, samgöngustjóri Evrópusambandsins. „Í fyrra létu 28 þúsund manns lífið og ein og hálf milljón slasaðist á evrópskum vegum. Hver mínúta skiptir máli þegar slys verða.“ Framkvæmdastjórnin áætlar að stytta megi viðbragðstíma að jafnaði um 40 prósent í þéttbýli og 50 prósent í dreifðari byggðum og bjarga með því allt að 2.500 mannslífum á ári. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að von sé á búnaði til landsins til þess að prófa eCall-kerfið og það sé gert í samstarfi við fjarskiptafyrirtæki sem hér reki farsímaþjónustu. „Við erum alla vega að fylgjast með og verðum ekki dragbítur í þessari þróun, sem við erum mjög ánægð með, segir hann. Tómas segir hins vegar viðbúið að breytingin taki einhvern tíma. „Rétt eins og þegar bílbeltanotkun var leidd í lög, þá voru í einhvern tíma í umferðinni bílar sem ekki voru búnir beltum.“ Samkvæmt tillögum Framkvæmdastjórnarinnar verða nýjar útgáfur bíla að verða með búnaðinn frá og með haustinu 2015. Þá er í skoðun að bjóða búnað sem setja megi í eldri bíla, kjósi fólk að gera það. Slíkur búnaður ætti ekki að kosta meira en 150 evrur, eða um 25 þúsund krónur. „Og mögulega gætu tryggingafélög viljað koma að því að greiða niður slíkan búnað,“ bætir Tómas við. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) leggur til breytingar sem leiða til þess að á Evrópska efnahagssvæðinu öllu verður tekið upp kerfi fyrir sjálfvirk neyðarboð lendi bílar í alvarlegum slysum. Tillögurnar á enn eftir að samþykkja í Evrópuráðinu og á Evrópuþinginu. Hér á landi er hins vegar þegar hafinn undirbúningur að upptöku evrópska eCall-neyðarboðakerfisins. Lendi bíll í árekstri sendir hann sjálfvirkt boð í 112 og mögulega komið á talsambandi milli starfsmanns neyðarlínu og þeirra sem í bílnum eru. „Ráðuneytið er nýbúið að halda fund um þetta þar sem verið var að ýta þessum málum af stað. Í haust förum við væntanlega að prófa þennan búnað,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Framkvæmdastjórn ESB segir tilganginn að draga úr skaðlegum áhrifum alvarlegra umferðarslysa í Evrópu. „Áætlað er að árlega geti kerfið bjargað allt að 2.500 mannslífum,“ segir í tilkynningu Framkvæmdastjórnarinnar. Samkvæmt frumvarpsdrögum ráðsins verða allir nýir farþegabílar og vélknúin farartæki undir 4,5 tonnum að þyngd að vera búin eCall-búnaði frá og með októbermánuði 2015 og viðeigandi búnaði komið upp í löndum Evrópska efnahagssvæðisins.Siim Kallas samgöngustjóri ESB og Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.„Tillögurnar eru skref í þá átt að gera evrópska vegi öruggari,“ segir Siim Kallas, samgöngustjóri Evrópusambandsins. „Í fyrra létu 28 þúsund manns lífið og ein og hálf milljón slasaðist á evrópskum vegum. Hver mínúta skiptir máli þegar slys verða.“ Framkvæmdastjórnin áætlar að stytta megi viðbragðstíma að jafnaði um 40 prósent í þéttbýli og 50 prósent í dreifðari byggðum og bjarga með því allt að 2.500 mannslífum á ári. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að von sé á búnaði til landsins til þess að prófa eCall-kerfið og það sé gert í samstarfi við fjarskiptafyrirtæki sem hér reki farsímaþjónustu. „Við erum alla vega að fylgjast með og verðum ekki dragbítur í þessari þróun, sem við erum mjög ánægð með, segir hann. Tómas segir hins vegar viðbúið að breytingin taki einhvern tíma. „Rétt eins og þegar bílbeltanotkun var leidd í lög, þá voru í einhvern tíma í umferðinni bílar sem ekki voru búnir beltum.“ Samkvæmt tillögum Framkvæmdastjórnarinnar verða nýjar útgáfur bíla að verða með búnaðinn frá og með haustinu 2015. Þá er í skoðun að bjóða búnað sem setja megi í eldri bíla, kjósi fólk að gera það. Slíkur búnaður ætti ekki að kosta meira en 150 evrur, eða um 25 þúsund krónur. „Og mögulega gætu tryggingafélög viljað koma að því að greiða niður slíkan búnað,“ bætir Tómas við.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira