Sjálfvirkt neyðarkall í alla bíla Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. júlí 2013 06:30 Evrópusambandið hefur þrýst á um upptöku svokallað eCall-neyðarboðakerfis í bíla og vill nú að notkun kerfisins verði bundin í lög. Fyrra markmið gerði ráð fyrir því að Evrópulönd tækju sjálf upp kerfið fyrir árslok 2009. Fréttablaðið/Valli Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) leggur til breytingar sem leiða til þess að á Evrópska efnahagssvæðinu öllu verður tekið upp kerfi fyrir sjálfvirk neyðarboð lendi bílar í alvarlegum slysum. Tillögurnar á enn eftir að samþykkja í Evrópuráðinu og á Evrópuþinginu. Hér á landi er hins vegar þegar hafinn undirbúningur að upptöku evrópska eCall-neyðarboðakerfisins. Lendi bíll í árekstri sendir hann sjálfvirkt boð í 112 og mögulega komið á talsambandi milli starfsmanns neyðarlínu og þeirra sem í bílnum eru. „Ráðuneytið er nýbúið að halda fund um þetta þar sem verið var að ýta þessum málum af stað. Í haust förum við væntanlega að prófa þennan búnað,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Framkvæmdastjórn ESB segir tilganginn að draga úr skaðlegum áhrifum alvarlegra umferðarslysa í Evrópu. „Áætlað er að árlega geti kerfið bjargað allt að 2.500 mannslífum,“ segir í tilkynningu Framkvæmdastjórnarinnar. Samkvæmt frumvarpsdrögum ráðsins verða allir nýir farþegabílar og vélknúin farartæki undir 4,5 tonnum að þyngd að vera búin eCall-búnaði frá og með októbermánuði 2015 og viðeigandi búnaði komið upp í löndum Evrópska efnahagssvæðisins.Siim Kallas samgöngustjóri ESB og Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.„Tillögurnar eru skref í þá átt að gera evrópska vegi öruggari,“ segir Siim Kallas, samgöngustjóri Evrópusambandsins. „Í fyrra létu 28 þúsund manns lífið og ein og hálf milljón slasaðist á evrópskum vegum. Hver mínúta skiptir máli þegar slys verða.“ Framkvæmdastjórnin áætlar að stytta megi viðbragðstíma að jafnaði um 40 prósent í þéttbýli og 50 prósent í dreifðari byggðum og bjarga með því allt að 2.500 mannslífum á ári. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að von sé á búnaði til landsins til þess að prófa eCall-kerfið og það sé gert í samstarfi við fjarskiptafyrirtæki sem hér reki farsímaþjónustu. „Við erum alla vega að fylgjast með og verðum ekki dragbítur í þessari þróun, sem við erum mjög ánægð með, segir hann. Tómas segir hins vegar viðbúið að breytingin taki einhvern tíma. „Rétt eins og þegar bílbeltanotkun var leidd í lög, þá voru í einhvern tíma í umferðinni bílar sem ekki voru búnir beltum.“ Samkvæmt tillögum Framkvæmdastjórnarinnar verða nýjar útgáfur bíla að verða með búnaðinn frá og með haustinu 2015. Þá er í skoðun að bjóða búnað sem setja megi í eldri bíla, kjósi fólk að gera það. Slíkur búnaður ætti ekki að kosta meira en 150 evrur, eða um 25 þúsund krónur. „Og mögulega gætu tryggingafélög viljað koma að því að greiða niður slíkan búnað,“ bætir Tómas við. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) leggur til breytingar sem leiða til þess að á Evrópska efnahagssvæðinu öllu verður tekið upp kerfi fyrir sjálfvirk neyðarboð lendi bílar í alvarlegum slysum. Tillögurnar á enn eftir að samþykkja í Evrópuráðinu og á Evrópuþinginu. Hér á landi er hins vegar þegar hafinn undirbúningur að upptöku evrópska eCall-neyðarboðakerfisins. Lendi bíll í árekstri sendir hann sjálfvirkt boð í 112 og mögulega komið á talsambandi milli starfsmanns neyðarlínu og þeirra sem í bílnum eru. „Ráðuneytið er nýbúið að halda fund um þetta þar sem verið var að ýta þessum málum af stað. Í haust förum við væntanlega að prófa þennan búnað,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Framkvæmdastjórn ESB segir tilganginn að draga úr skaðlegum áhrifum alvarlegra umferðarslysa í Evrópu. „Áætlað er að árlega geti kerfið bjargað allt að 2.500 mannslífum,“ segir í tilkynningu Framkvæmdastjórnarinnar. Samkvæmt frumvarpsdrögum ráðsins verða allir nýir farþegabílar og vélknúin farartæki undir 4,5 tonnum að þyngd að vera búin eCall-búnaði frá og með októbermánuði 2015 og viðeigandi búnaði komið upp í löndum Evrópska efnahagssvæðisins.Siim Kallas samgöngustjóri ESB og Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.„Tillögurnar eru skref í þá átt að gera evrópska vegi öruggari,“ segir Siim Kallas, samgöngustjóri Evrópusambandsins. „Í fyrra létu 28 þúsund manns lífið og ein og hálf milljón slasaðist á evrópskum vegum. Hver mínúta skiptir máli þegar slys verða.“ Framkvæmdastjórnin áætlar að stytta megi viðbragðstíma að jafnaði um 40 prósent í þéttbýli og 50 prósent í dreifðari byggðum og bjarga með því allt að 2.500 mannslífum á ári. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir að von sé á búnaði til landsins til þess að prófa eCall-kerfið og það sé gert í samstarfi við fjarskiptafyrirtæki sem hér reki farsímaþjónustu. „Við erum alla vega að fylgjast með og verðum ekki dragbítur í þessari þróun, sem við erum mjög ánægð með, segir hann. Tómas segir hins vegar viðbúið að breytingin taki einhvern tíma. „Rétt eins og þegar bílbeltanotkun var leidd í lög, þá voru í einhvern tíma í umferðinni bílar sem ekki voru búnir beltum.“ Samkvæmt tillögum Framkvæmdastjórnarinnar verða nýjar útgáfur bíla að verða með búnaðinn frá og með haustinu 2015. Þá er í skoðun að bjóða búnað sem setja megi í eldri bíla, kjósi fólk að gera það. Slíkur búnaður ætti ekki að kosta meira en 150 evrur, eða um 25 þúsund krónur. „Og mögulega gætu tryggingafélög viljað koma að því að greiða niður slíkan búnað,“ bætir Tómas við.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira