Fótbolti

Guðmundur og félagar nálgast Evrópusæti eftir þriðja sigurinn í síðustu fjórum leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur er á sínu þriðja tímabili hjá Norrköping.
Guðmundur er á sínu þriðja tímabili hjá Norrköping. vísir/getty
Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Norrköping sem vann 0-2 sigur á Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í dag.Þetta var þriðji sigur Norrköping í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 6. sæti deildarinnar með 34 stig, fjórum stigum frá Evrópusæti.Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir AIK sem tapaði fyrir Kalmar á heimavelli, 1-2. Þetta var fyrsta tap meistaranna í deildinni síðan 25. júní.AIK er í 2. sæti deildarinnar með 40 stig, einu stigi á eftir toppliði Djurgården sem á leik til góða á Kolbein og félaga.Íslendingaliðið Kristianstad tapaði fyrir Göteborg, 2-0, í sænsku kvennadeildinni.Þetta var fyrsta tap Kristianstad í fimm leikjum. Liðið er í 6. sæti deildarinnar með 22 stig.Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstad. Svava Rós Guðmundsdóttir var einnig í byrjunarliðinu en var tekin af velli á 63. mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristanstad.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.