„Ég er mjög ósáttur. Ég samþykkti þetta aldrei,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt.
Jón Bjarni segist ekki vita hvernig hann eigi að bregðast við því að vera settur á einhvern lista að sér forspurðum.

Jón Bjarni segist „að sjálfsögðu vera fylgjandi því að Laugavegur verði göngugata. Og vil gjarnan vita hvernig ég endaði á þessum lista. Ég var búinn að neita að skrifa undir,“ segir Jón Bjarni og lætur það fylgja sögunni að það hafi verið erfitt að bíta þann af sér sem vildi fá nafn hans á listann.
„Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum.“
Þá má nefna að kaupmaðurinn Hörður Ágústsson kenndur við Macland, sem hefur verið ákafur talsmaður þess að Laugavegur verði gerður að göngugötu, telur um að ræða afar vafasama auglýsingu, svo ekki sé meira sagt. Þá skoðun sína tjáir hann umbúðalaust á Twitter-reikningi sínum.
2/5
Það eru nöfn á þessum fyrirtækjalista sem koma mér gríðarlega á óvart.
Auglýsingin er keypt af "Miðbæjarfélaginu" og birtast þessar auglýsingar með.
Þetta eru fyrirtækin sem setja nafn sitt við það að miðbærinn sé talaður niður í drullu og svað. Fínt að nótera það hjá sér pic.twitter.com/Jm8ogrdyet
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019
4/5
Það er ekki eitt atriði sem þau leggja til sem meikar neinn sense. Tölurnar sem þau nota um tóm rými eru í besta falli misvísandi og allt er þetta gert til að skapa FUD (fear, uncertainty, doubt). FUD aðgerðir skila árangri, í þessu tilviki er það að eyðileggja þau sjálf.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019
5/5
Eyðileggingin sem þessi orðræða hefur skapað síðustu 3-4 árin er mjög alvarleg.
Ábyrgð fólks sem fer með svona orð í fréttir, greinar, auglýsingar er mikil.
Sem rekstraraðili í miðbænum þá er ég gríðarlega vonsvikinn að sjá þetta.
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019