Forseti Kólumbíu afneitar landsmönnum vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 08:57 Öryggissveitir mynda varnarvegg í Bógóta. getty/Juancho Torres/ Iván Duque, forseti Kólumbíu, tilkynnti það í gærkvöldi að öryggissveitir yrðu áfram á götum landsins til að gæta reglu. Nú er fjórði dagur mótmæla þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að mótmæla sitjandi ríkisstjórn, en mótmæli hófust á fimmtudag þegar meira en 250 þúsund manns gengu frá störfum sínum og söfnuðust saman í kröfugöngu. Mótmælin hófust friðsamlega en ekki leið að löngu þar til til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda. Einnig hafa fréttir verið sagðar af skemmdarverkum og þjófnaði. Duque sagði að öryggissveitir myndu taka höndum saman með lögreglunni til að gæta öryggis.Mótmælendur kasta steinum á lögreglumenn í Bógóta.getty/Daniel Garzon Herazo„Við afneitum öllum Kólumbíumönnum af heilum hug vegna skemmdarverkanna, hryðjuverkanna og þjófnaðarins,“ sagði Duque í samtali við fréttamenn á laugardag. Minnst þrír hafa látist síðan mótmælin hófust en mikil reiði hafði byggst upp vegna spillingar og mögulegra efnahagsþrenginga. Útgöngubann var sett á í Bógóta, höfuðborg landsins, á föstudag en það kom ekki í veg fyrir frekari mótmæli og sneru mótmælendur aftur út á götur daginn eftir. Þegar mótmæli hófust að nýju á laugardag notaði lögreglan táragas til að leysa upp mótmælendahóp en hundruð voru samansafnaðri nærri þjóðgarði Bógótár. Mótmælendur söfnuðust einnig saman fyrir framan þinghúsið á Bolivartorgi, nærri forsetahöllinni. Þá voru þrír lögreglumenn drepnir á föstudag í sprengjuárás í suðvestur Kólumbíu. Ekki er víst hvort atvikið tengist mótmælunum en svæðið er alræmt fyrir eiturlyfjasmygl og glæpasamtök.Mótmælaalda í Suður-Ameríku Kólumbíumenn leituðu út á götur landsins vegna mögulegra breytinga á lágmarkslaunum, ellilífeyri og sköttum og einkavæðingar ríkisstofnana. Yfirvöld halda því statt og stöðugt fram að engar fyrirhugaðar breytingar séu á ellilífeyri eða launamálum og að slíkar breytingar yrðu gerðar í samráði við verkalýðsfélög. Mótmælendur hafa þá lýst yfir reiði sinni vegna meintrar spillingar og vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við friðarsamning sem gerður var árið 2016 við uppreisnarhópinn Farc.Mótmælendur í Bógóta.getty/Juancho Torres/Verkalýðsfélög og stúdentahópar hvöttu til verkfallsins á fimmtudag og fleiri mótmæli fóru fram á föstudag, þar sem lögreglan notaði táragas til að leysa upp hópa fólks. Þá sagði Duque, forseti, að hann skildi reiði Kólumbíumanna og hygðist auka samtal við þá. Óeirðirnar í Kólumbíu haldast í hendur við röð mótmæla í annars staðar í Suður-Ameríku. Mótmælendur hafa leitað út á götur í nokkrum löndum Suður-Ameríku undanfarið, þar á meðal í Chile en þar ríkir nú mesta neyðarástand frá því að landið tók lýðræði upp á ný árið 1990. Í Bólivíu hafa ásakanir um kosningasvindl leitt það af sér að Evo Morales, sem hefur setið sem forseti frá árinu 2006, sagði af sér. Þá hefur einnig verið mótmælt í Ekvador og Níkaragva. Bólivía Chile Ekvador Kólumbía Níkaragva Tengdar fréttir Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39 Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Iván Duque, forseti Kólumbíu, tilkynnti það í gærkvöldi að öryggissveitir yrðu áfram á götum landsins til að gæta reglu. Nú er fjórði dagur mótmæla þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að mótmæla sitjandi ríkisstjórn, en mótmæli hófust á fimmtudag þegar meira en 250 þúsund manns gengu frá störfum sínum og söfnuðust saman í kröfugöngu. Mótmælin hófust friðsamlega en ekki leið að löngu þar til til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda. Einnig hafa fréttir verið sagðar af skemmdarverkum og þjófnaði. Duque sagði að öryggissveitir myndu taka höndum saman með lögreglunni til að gæta öryggis.Mótmælendur kasta steinum á lögreglumenn í Bógóta.getty/Daniel Garzon Herazo„Við afneitum öllum Kólumbíumönnum af heilum hug vegna skemmdarverkanna, hryðjuverkanna og þjófnaðarins,“ sagði Duque í samtali við fréttamenn á laugardag. Minnst þrír hafa látist síðan mótmælin hófust en mikil reiði hafði byggst upp vegna spillingar og mögulegra efnahagsþrenginga. Útgöngubann var sett á í Bógóta, höfuðborg landsins, á föstudag en það kom ekki í veg fyrir frekari mótmæli og sneru mótmælendur aftur út á götur daginn eftir. Þegar mótmæli hófust að nýju á laugardag notaði lögreglan táragas til að leysa upp mótmælendahóp en hundruð voru samansafnaðri nærri þjóðgarði Bógótár. Mótmælendur söfnuðust einnig saman fyrir framan þinghúsið á Bolivartorgi, nærri forsetahöllinni. Þá voru þrír lögreglumenn drepnir á föstudag í sprengjuárás í suðvestur Kólumbíu. Ekki er víst hvort atvikið tengist mótmælunum en svæðið er alræmt fyrir eiturlyfjasmygl og glæpasamtök.Mótmælaalda í Suður-Ameríku Kólumbíumenn leituðu út á götur landsins vegna mögulegra breytinga á lágmarkslaunum, ellilífeyri og sköttum og einkavæðingar ríkisstofnana. Yfirvöld halda því statt og stöðugt fram að engar fyrirhugaðar breytingar séu á ellilífeyri eða launamálum og að slíkar breytingar yrðu gerðar í samráði við verkalýðsfélög. Mótmælendur hafa þá lýst yfir reiði sinni vegna meintrar spillingar og vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við friðarsamning sem gerður var árið 2016 við uppreisnarhópinn Farc.Mótmælendur í Bógóta.getty/Juancho Torres/Verkalýðsfélög og stúdentahópar hvöttu til verkfallsins á fimmtudag og fleiri mótmæli fóru fram á föstudag, þar sem lögreglan notaði táragas til að leysa upp hópa fólks. Þá sagði Duque, forseti, að hann skildi reiði Kólumbíumanna og hygðist auka samtal við þá. Óeirðirnar í Kólumbíu haldast í hendur við röð mótmæla í annars staðar í Suður-Ameríku. Mótmælendur hafa leitað út á götur í nokkrum löndum Suður-Ameríku undanfarið, þar á meðal í Chile en þar ríkir nú mesta neyðarástand frá því að landið tók lýðræði upp á ný árið 1990. Í Bólivíu hafa ásakanir um kosningasvindl leitt það af sér að Evo Morales, sem hefur setið sem forseti frá árinu 2006, sagði af sér. Þá hefur einnig verið mótmælt í Ekvador og Níkaragva.
Bólivía Chile Ekvador Kólumbía Níkaragva Tengdar fréttir Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39 Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39
Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08