Innlent

Fagnaðarlæti brutust út þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott.
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott. Vísir/Hjalti
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Austurvelli laust eftir klukkan tvö þegar liðsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar höfðu sig á brott.

Íslenska þjóðfylkingin hafði boðað til „þögulla og friðsamlegra mótmæla“ á milli eitt og tvö á Austurvelli í dag á sama tíma og samstöðufundur með flóttafólki var haldinn. Þjóðfylkingin hvatti fólk til að mæta með íslenska fánann og mótmæla meintu ofbeldi sem þeir telja að hælisleitendur hafi haft í frammi í garð löreglu.

Fólk í Samtökunum ´78 myndaði eins konar vegg á milli liðsmanna Þjóðfylkingarinnar og hælisleitenda.Vísir/hjalti
Mótmælendur hafa látið í ljós óánægju sína með aðstæður hælisleitenda hér á landi og hyggjast ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld leggja við hlustir.

Fréttamaður okkar var á svæðinu á meðan á mótmælunum stóð en meðlimir í Samtökunum ´78 mynduðu eins konar vegg á milli íslensku þjóðfylkingarinnar og hælisleitenda og dönsuðu.


Tengdar fréttir

Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum

Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.