Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 07:57 Stórleikarinn Ralph Fiennes á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í fyrra en þá hlaut hann sérstök heiðursverðlaun hátíðarinnar. vísir/getty Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. Frá þessu er greint í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í desember síðastliðnum var greint frá því að Reykjavíkurborg og íslenska ríkið hefðu sótt um að halda hátíðina hér á landi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að um samstarfsverkefni á milli borgarinnar og ríkisins sé að ræða. Viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna hafa staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttu um að halda hátíðina. Stofnað var til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 1988 og er megintilgangur þeirra að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Er hátíðin haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. „Hátíðin hefur laðað til sín erlenda gesti víða að úr kvikmyndaheiminum og vel á annað hundrað erlenda blaðamenn. Því má búast við að hátíðin í Reykjavík hljóti mikla umfjöllun og stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem ákjósanlegum áfangastað ferðamanna og tökustað fyrir kvikmyndir. Þá mun hátíðin beina athygli að íslenskri kvikmyndagerð og menningu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslendingar hafa nokkrum sinnum hlotið Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hilmar Örn Hilmarsson fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og árið 2000 var Björk Guðmundsdóttir hlutskörpust í flokki leikkvenna fyrir hlutverk sitt í mynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Björk hlaut einnig áhorfendaverðlaunin það ár fyrir leik sinn og Ingvar E. Sigurðsson hlaut áhorfendaverðlaun fyrir leik í Englum alheimsins í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hátíðin fór fram í Sevilla á Spáni á síðasta ári en hún hefur einnig farið fram í London, París, Róm, Barcelóna, Varsjá, Kaupmannahöfn, Tallin, Möltu, Riga og Wroclaw, svo dæmi séu nefnd. Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020. Frá þessu er greint í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en í desember síðastliðnum var greint frá því að Reykjavíkurborg og íslenska ríkið hefðu sótt um að halda hátíðina hér á landi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að um samstarfsverkefni á milli borgarinnar og ríkisins sé að ræða. Viðræður við Evrópsku kvikmyndaakademíuna hafa staðið yfir í nokkurn tíma en tvær aðrar borgir sóttu um að halda hátíðina. Stofnað var til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 1988 og er megintilgangur þeirra að efla og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Er hátíðin haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borgum Evrópu. „Hátíðin hefur laðað til sín erlenda gesti víða að úr kvikmyndaheiminum og vel á annað hundrað erlenda blaðamenn. Því má búast við að hátíðin í Reykjavík hljóti mikla umfjöllun og stuðli að öflugri kynningu og markaðssetningu á Íslandi og Reykjavík sem ákjósanlegum áfangastað ferðamanna og tökustað fyrir kvikmyndir. Þá mun hátíðin beina athygli að íslenskri kvikmyndagerð og menningu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Íslendingar hafa nokkrum sinnum hlotið Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Hilmar Örn Hilmarsson fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og árið 2000 var Björk Guðmundsdóttir hlutskörpust í flokki leikkvenna fyrir hlutverk sitt í mynd Lars von Trier, Dancer in the Dark. Björk hlaut einnig áhorfendaverðlaunin það ár fyrir leik sinn og Ingvar E. Sigurðsson hlaut áhorfendaverðlaun fyrir leik í Englum alheimsins í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Hátíðin fór fram í Sevilla á Spáni á síðasta ári en hún hefur einnig farið fram í London, París, Róm, Barcelóna, Varsjá, Kaupmannahöfn, Tallin, Möltu, Riga og Wroclaw, svo dæmi séu nefnd.
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40 Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Vilja halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa formlega sótt um að fá að halda verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. 16. desember 2018 17:40