Íslenski boltinn

Magni komið upp úr fallsæti eftir annan sigurinn í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Örvar Stefánsson og félagar í Magna eru komnir á gott skrið.
Gunnar Örvar Stefánsson og félagar í Magna eru komnir á gott skrið. vísir/ernir
Magni er komið upp úr fallsæti í Inkasso-deild karla eftir annan sigurinn í röð. Í dag vann liðið 3-1 sigur á Aftureldingu á Grenivík.Gestirnir úr Mosfellsbænum komust yfir á sjöundu mínútu en markið skoraði Ásgeir Örn Arnþórsson.Afturelding var einu marki undir í hálfleik en einnig manni færri eftir að Alejandro Martin fékk tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks.Heimamenn gengu á lagið í síðari hálfleik. Kristinn Þór Rósbergsson jafnaði metin á 54. mínútu og sjö mínútum síðar kom Kian Williams Magna yfir.Louis Aaron Wardle gerði svo þriðja markið á 84. mínútu og tryggði Magna mikilvægan 3-1 sigur.Magni er með sigrinum komið upp í 10. sætið með sautján stig. Haukar fara því í fallsætið en þeir eru með 15 stig.Afturelding er í níunda sætinu með 17 stig. Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.