Gögnin sem láku út frá FB vörðuðu tuttugu nemendur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2019 12:00 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. Kennsla hefst í skólanum í næstu viku. Mynd/FB Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. Mistökin uppgötvuðust um leið og tölvupóstur umsjónarkennara við skólann hafði verið sendur út til nemenda og segir Elvar Jónsson, starfandi skólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að strax hafi verið brugðist við. „Þetta eru bara mannleg mistök þar sem að vitlaust skjal fer í viðhengi frá umsjónarkennara. Við erum í býsna öflugu ferli núna að innleiða ný persónuverndarlög og njótum þar sérfræðiaðstoðar og við munum setja það inn í það ferli að reyna með öllum hætti að fyrirbyggja að þetta geti gerst,“ segir Elvar. Gögnin sem send voru út snerta tuttugu nema við skólann og voru send á aðra tuttugu nema sem eru að hefja skólagöngu við skólann í haust. Gögnin innihéldu meðal annars upplýsingar um mætingu og líðan nemenda. „Þetta eru gögn út viðtölum umsjónarkennara en þarna eru ekki kennitölur eða full nöfn en vissulega fornöfn og í einhverjum tilfellum millinöfn og hluti af þessum upplýsingum geta vissulega talist viðkvæmar persónuupplýsingar en málið er núna hjá Persónuvernd þar sem að við tilkynntum þennan öryggisbrest strax,“ segir Elvar. Strax var haft samband við alla hlutaðeigandi í málinu og þeir sem höfðu fengið póstinn beðnir um að eyða honum. Þá var einnig haft samband við þá sem gögnin vörðuðu. „Við höfðum samband við alla þá sem gögnin varðaði um, alla sem við náðum í símleiðis og ræddum málin við þá og fórum yfir stöðuna og fengum, að ég held að sé óhætt að segja heilt yfir, hlý og góð viðbrögð og skilning á þessu og fólk var ánægt að fá svona persónulegt viðtal strax um málið,“ segir Elvar. Elvar getur ekki svarað því hvort málið mun hafa einhverjar afleiðingar. „Ég á ekkert frekar von á því en auðvitað er það alveg réttur fólks að gera slík og ég virði hann að sjálfsögðu,“ segir Elvar. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Viðkvæm gögn um tuttugu nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti voru send fyrir mistök á nýnema við skólann. Skólameistari Fjölbrautaskólans segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Unnið sé að því að innleið ný persónuverndarlög í kerfi skólans. Mistökin uppgötvuðust um leið og tölvupóstur umsjónarkennara við skólann hafði verið sendur út til nemenda og segir Elvar Jónsson, starfandi skólameistari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að strax hafi verið brugðist við. „Þetta eru bara mannleg mistök þar sem að vitlaust skjal fer í viðhengi frá umsjónarkennara. Við erum í býsna öflugu ferli núna að innleiða ný persónuverndarlög og njótum þar sérfræðiaðstoðar og við munum setja það inn í það ferli að reyna með öllum hætti að fyrirbyggja að þetta geti gerst,“ segir Elvar. Gögnin sem send voru út snerta tuttugu nema við skólann og voru send á aðra tuttugu nema sem eru að hefja skólagöngu við skólann í haust. Gögnin innihéldu meðal annars upplýsingar um mætingu og líðan nemenda. „Þetta eru gögn út viðtölum umsjónarkennara en þarna eru ekki kennitölur eða full nöfn en vissulega fornöfn og í einhverjum tilfellum millinöfn og hluti af þessum upplýsingum geta vissulega talist viðkvæmar persónuupplýsingar en málið er núna hjá Persónuvernd þar sem að við tilkynntum þennan öryggisbrest strax,“ segir Elvar. Strax var haft samband við alla hlutaðeigandi í málinu og þeir sem höfðu fengið póstinn beðnir um að eyða honum. Þá var einnig haft samband við þá sem gögnin vörðuðu. „Við höfðum samband við alla þá sem gögnin varðaði um, alla sem við náðum í símleiðis og ræddum málin við þá og fórum yfir stöðuna og fengum, að ég held að sé óhætt að segja heilt yfir, hlý og góð viðbrögð og skilning á þessu og fólk var ánægt að fá svona persónulegt viðtal strax um málið,“ segir Elvar. Elvar getur ekki svarað því hvort málið mun hafa einhverjar afleiðingar. „Ég á ekkert frekar von á því en auðvitað er það alveg réttur fólks að gera slík og ég virði hann að sjálfsögðu,“ segir Elvar.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Persónuupplýsingar um nemendur FB sendar á aðra nemendur fyrir slysni Skólameistari harmar atvikið en segir unnið hörðum höndum að því að leysa málið á sem fagmannlegastan hátt. 16. ágúst 2019 22:15