Sagði frá því þegar henni var nauðgað af annarri íþróttastjörnu þegar hún var sautján ára gömul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 12:30 Ashley Wagner vann til verðlauna á ÓL í Sochi 2014. Getty/y Scott Halleran Ashley Wagner var mjög farsæll listhlaupari á skautum og varð bæði bandarískur meistari sem og verðlaunahafi á bæði heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum á sínum ferli. Ashley Wagner er núna 28 ára gömul og búin að setja skóna upp á hillu en í opinskáu viðtali við USA Today þá sagði frá því þegar henni var nauðgað þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgarinn var stjórstjarna í skautaíþróttinni og landsliðsmaður eins og hún. Ashley settist fyrir framan myndavél og sagði söguna af því þegar John Coughlin nauðgaði henni eftir partý í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í Colorado Springs. Coughlin var þá 22 ára eða fimm árum eldri en hún. Ashley Wagner er stærsta stjarnan úr heimi skautaíþróttarinnar sem segir frá kynferðislegri misnotkun á sínum keppnisferli en frægar eru allar skelfilegu sögurnar úr búðum bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum þar sem læknir liðsins, Larry Nassar, komst upp með kynferðisbrot sín í tugi ára. Ashley Wagner var nú tilbúin, ellefu árum síðar, að setjast fyrir framan myndavél og segja frá því sem gerðist milli þeirra John Coughlin árið 2008. Viðtalið við Ashley Wagner má sjá hér fyrir neðan.Figure skater Ashley Wagner, an Olympic bronze medalist and U.S. national champion, tells her story of when she was sexually assaulted at 17 by a fellow skater. pic.twitter.com/yfyO4RCU5C — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 1, 2019Ashley Wagner vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og silfur á heimsmeistaramótinu í Boston árið 2016. Hún varð alls þrisvar sinnum bandarískur meistari eða árin 2012, 2013 og 2015. Ashley Wagner er önnur skautakonan sem segir frá kynferðismisnotkun John Coughlin. Hin er Bridget Namiotka sem keppti með John Coughlin í parakeppni frá 2004 til 2007. Namiotka sagði frá því á fésbókinni að Coughlin hefði misnotað hana í tvö ár en Bridget Namiotka keppti með honum frá 14 ára til 17 ára aldurs. John Coughlin er ekki á lífi en hann framdi sjálfsmorð á heimili föður síns 18. janúar síðastliðinn. Coughlin varð tvöfaldur bandarískur meistari á sínum ferli. Bandaríkin Íþróttir Skautaíþróttir Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Ashley Wagner var mjög farsæll listhlaupari á skautum og varð bæði bandarískur meistari sem og verðlaunahafi á bæði heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum á sínum ferli. Ashley Wagner er núna 28 ára gömul og búin að setja skóna upp á hillu en í opinskáu viðtali við USA Today þá sagði frá því þegar henni var nauðgað þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgarinn var stjórstjarna í skautaíþróttinni og landsliðsmaður eins og hún. Ashley settist fyrir framan myndavél og sagði söguna af því þegar John Coughlin nauðgaði henni eftir partý í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í Colorado Springs. Coughlin var þá 22 ára eða fimm árum eldri en hún. Ashley Wagner er stærsta stjarnan úr heimi skautaíþróttarinnar sem segir frá kynferðislegri misnotkun á sínum keppnisferli en frægar eru allar skelfilegu sögurnar úr búðum bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum þar sem læknir liðsins, Larry Nassar, komst upp með kynferðisbrot sín í tugi ára. Ashley Wagner var nú tilbúin, ellefu árum síðar, að setjast fyrir framan myndavél og segja frá því sem gerðist milli þeirra John Coughlin árið 2008. Viðtalið við Ashley Wagner má sjá hér fyrir neðan.Figure skater Ashley Wagner, an Olympic bronze medalist and U.S. national champion, tells her story of when she was sexually assaulted at 17 by a fellow skater. pic.twitter.com/yfyO4RCU5C — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 1, 2019Ashley Wagner vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og silfur á heimsmeistaramótinu í Boston árið 2016. Hún varð alls þrisvar sinnum bandarískur meistari eða árin 2012, 2013 og 2015. Ashley Wagner er önnur skautakonan sem segir frá kynferðismisnotkun John Coughlin. Hin er Bridget Namiotka sem keppti með John Coughlin í parakeppni frá 2004 til 2007. Namiotka sagði frá því á fésbókinni að Coughlin hefði misnotað hana í tvö ár en Bridget Namiotka keppti með honum frá 14 ára til 17 ára aldurs. John Coughlin er ekki á lífi en hann framdi sjálfsmorð á heimili föður síns 18. janúar síðastliðinn. Coughlin varð tvöfaldur bandarískur meistari á sínum ferli.
Bandaríkin Íþróttir Skautaíþróttir Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira