Sagði frá því þegar henni var nauðgað af annarri íþróttastjörnu þegar hún var sautján ára gömul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 12:30 Ashley Wagner vann til verðlauna á ÓL í Sochi 2014. Getty/y Scott Halleran Ashley Wagner var mjög farsæll listhlaupari á skautum og varð bæði bandarískur meistari sem og verðlaunahafi á bæði heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum á sínum ferli. Ashley Wagner er núna 28 ára gömul og búin að setja skóna upp á hillu en í opinskáu viðtali við USA Today þá sagði frá því þegar henni var nauðgað þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgarinn var stjórstjarna í skautaíþróttinni og landsliðsmaður eins og hún. Ashley settist fyrir framan myndavél og sagði söguna af því þegar John Coughlin nauðgaði henni eftir partý í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í Colorado Springs. Coughlin var þá 22 ára eða fimm árum eldri en hún. Ashley Wagner er stærsta stjarnan úr heimi skautaíþróttarinnar sem segir frá kynferðislegri misnotkun á sínum keppnisferli en frægar eru allar skelfilegu sögurnar úr búðum bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum þar sem læknir liðsins, Larry Nassar, komst upp með kynferðisbrot sín í tugi ára. Ashley Wagner var nú tilbúin, ellefu árum síðar, að setjast fyrir framan myndavél og segja frá því sem gerðist milli þeirra John Coughlin árið 2008. Viðtalið við Ashley Wagner má sjá hér fyrir neðan.Figure skater Ashley Wagner, an Olympic bronze medalist and U.S. national champion, tells her story of when she was sexually assaulted at 17 by a fellow skater. pic.twitter.com/yfyO4RCU5C — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 1, 2019Ashley Wagner vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og silfur á heimsmeistaramótinu í Boston árið 2016. Hún varð alls þrisvar sinnum bandarískur meistari eða árin 2012, 2013 og 2015. Ashley Wagner er önnur skautakonan sem segir frá kynferðismisnotkun John Coughlin. Hin er Bridget Namiotka sem keppti með John Coughlin í parakeppni frá 2004 til 2007. Namiotka sagði frá því á fésbókinni að Coughlin hefði misnotað hana í tvö ár en Bridget Namiotka keppti með honum frá 14 ára til 17 ára aldurs. John Coughlin er ekki á lífi en hann framdi sjálfsmorð á heimili föður síns 18. janúar síðastliðinn. Coughlin varð tvöfaldur bandarískur meistari á sínum ferli. Bandaríkin Íþróttir Skautaíþróttir Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Ashley Wagner var mjög farsæll listhlaupari á skautum og varð bæði bandarískur meistari sem og verðlaunahafi á bæði heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum á sínum ferli. Ashley Wagner er núna 28 ára gömul og búin að setja skóna upp á hillu en í opinskáu viðtali við USA Today þá sagði frá því þegar henni var nauðgað þegar hún var sautján ára gömul. Nauðgarinn var stjórstjarna í skautaíþróttinni og landsliðsmaður eins og hún. Ashley settist fyrir framan myndavél og sagði söguna af því þegar John Coughlin nauðgaði henni eftir partý í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í Colorado Springs. Coughlin var þá 22 ára eða fimm árum eldri en hún. Ashley Wagner er stærsta stjarnan úr heimi skautaíþróttarinnar sem segir frá kynferðislegri misnotkun á sínum keppnisferli en frægar eru allar skelfilegu sögurnar úr búðum bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum þar sem læknir liðsins, Larry Nassar, komst upp með kynferðisbrot sín í tugi ára. Ashley Wagner var nú tilbúin, ellefu árum síðar, að setjast fyrir framan myndavél og segja frá því sem gerðist milli þeirra John Coughlin árið 2008. Viðtalið við Ashley Wagner má sjá hér fyrir neðan.Figure skater Ashley Wagner, an Olympic bronze medalist and U.S. national champion, tells her story of when she was sexually assaulted at 17 by a fellow skater. pic.twitter.com/yfyO4RCU5C — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 1, 2019Ashley Wagner vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Sochi árið 2014 og silfur á heimsmeistaramótinu í Boston árið 2016. Hún varð alls þrisvar sinnum bandarískur meistari eða árin 2012, 2013 og 2015. Ashley Wagner er önnur skautakonan sem segir frá kynferðismisnotkun John Coughlin. Hin er Bridget Namiotka sem keppti með John Coughlin í parakeppni frá 2004 til 2007. Namiotka sagði frá því á fésbókinni að Coughlin hefði misnotað hana í tvö ár en Bridget Namiotka keppti með honum frá 14 ára til 17 ára aldurs. John Coughlin er ekki á lífi en hann framdi sjálfsmorð á heimili föður síns 18. janúar síðastliðinn. Coughlin varð tvöfaldur bandarískur meistari á sínum ferli.
Bandaríkin Íþróttir Skautaíþróttir Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira