Ole Gunnar sagði MUTV frá deginum þegar honum var boðið Man. Utd starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 13:00 Ole Gunnar Solskjær. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Norðmaðurinn ætlaði meðal annars aldrei að ná í manninn sem hann vildi fá sem aðstoðarmann sinn og einn af fyrstu mönnunum sem hann leitaði ráða hjá var Sir Alex Ferguson. Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti í fyrstu átta leikjum sínum með Manchester United og er fyrsti stjórinn í sögu þessa merka félags sem vinnur átta fyrstu leiki sína. Solskjær fór yfir fyrstu vikurnar í viðtali við MUTV og ræddi meðal annars um það hvernig það kom til að hann tók stjórnarstarfið að sér og hvernig þessir fyrstu dagar voru hjá honum. „Ég fékk símtal einn morguninn og var að reyna að átta mig á því hvað var í gangi. Þetta er samt eitt af því sem þú getur ekki sagt nei við,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við MUTV. „Þú getur ekki sagt nei út af áskoruninni en einnig af því að þetta var félagið sem er næst hjarta þínu. Ef þeim finnst að ég sé rétti maðurinn í starfið þá er ég alltaf klár,“ sagði Solskjær. „Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Molde og ég fór og spurði hvort að það væri einhver leið til að redda þessu. Það var ekkert vandamál,“ sagði Solskjær. „Næst á dagskrá var að átta mig á því hver væri rétti maðurinn til að koma með mér í þetta. Ég reyndi að ná í Mike en það var ekki auðvelt því hann var með þjálfaranámskeið í Burnley eða eitthvað slíkt,“ rifjaði Solskjær upp. Mike Phelan er aðstoðarmaður hans hjá Manchester United. „Ég náði ekki í Mike fyrr en klukkan þrjú eða fjögur um daginn og ég þurfti að gefa honum tíma til að koma sínum hlutum á hreint í Ástralíu. Þetta var dæmi um það þegar allt gerist svo hratt. Ég þekki Mick svo vel að við ákváðum bara að láta reyna á þetta,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar talaði líka um samskipti sín við Sir Alex Ferguson sigursælasta knattspyrnustjórann í sögu enska boltans. „Ég sendi honum skilaboð þegar ég fékk símtalið og fékk hans blessun ef við getum sagt sem svo. Við höfum haldið sambandi í gegnum árin og hann taldi að ég væri tilbúinn í þetta. Hann hefur fylgst með mér hjá Molde og hjá Cardiff. Það var því fullkomlega eðlilegt skref fyrir mig að hafa samband við hann,“ sagði Solskjær. „Hann kom síðan í heimsókn til okkar og ræddi við mig og starfsfólkið sem var frábært. Við vitum það að hann veit allt um fótbolta. Hann er samt að verða gamall og ég get ekki hringt í hann í hverri viku. Ég hitt hann samt eftir leikina í svítunni hans á Old Trafford. Það er alltaf gaman að sjá hann þar í kringum vini sína,“ sagði Solskjær. Það er hægt að horfa á allt MUTV-viðtalið við Ole Gunnar Solskjær með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Kansas frá Kansas til Kansas Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Norðmaðurinn ætlaði meðal annars aldrei að ná í manninn sem hann vildi fá sem aðstoðarmann sinn og einn af fyrstu mönnunum sem hann leitaði ráða hjá var Sir Alex Ferguson. Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti í fyrstu átta leikjum sínum með Manchester United og er fyrsti stjórinn í sögu þessa merka félags sem vinnur átta fyrstu leiki sína. Solskjær fór yfir fyrstu vikurnar í viðtali við MUTV og ræddi meðal annars um það hvernig það kom til að hann tók stjórnarstarfið að sér og hvernig þessir fyrstu dagar voru hjá honum. „Ég fékk símtal einn morguninn og var að reyna að átta mig á því hvað var í gangi. Þetta er samt eitt af því sem þú getur ekki sagt nei við,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við MUTV. „Þú getur ekki sagt nei út af áskoruninni en einnig af því að þetta var félagið sem er næst hjarta þínu. Ef þeim finnst að ég sé rétti maðurinn í starfið þá er ég alltaf klár,“ sagði Solskjær. „Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Molde og ég fór og spurði hvort að það væri einhver leið til að redda þessu. Það var ekkert vandamál,“ sagði Solskjær. „Næst á dagskrá var að átta mig á því hver væri rétti maðurinn til að koma með mér í þetta. Ég reyndi að ná í Mike en það var ekki auðvelt því hann var með þjálfaranámskeið í Burnley eða eitthvað slíkt,“ rifjaði Solskjær upp. Mike Phelan er aðstoðarmaður hans hjá Manchester United. „Ég náði ekki í Mike fyrr en klukkan þrjú eða fjögur um daginn og ég þurfti að gefa honum tíma til að koma sínum hlutum á hreint í Ástralíu. Þetta var dæmi um það þegar allt gerist svo hratt. Ég þekki Mick svo vel að við ákváðum bara að láta reyna á þetta,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar talaði líka um samskipti sín við Sir Alex Ferguson sigursælasta knattspyrnustjórann í sögu enska boltans. „Ég sendi honum skilaboð þegar ég fékk símtalið og fékk hans blessun ef við getum sagt sem svo. Við höfum haldið sambandi í gegnum árin og hann taldi að ég væri tilbúinn í þetta. Hann hefur fylgst með mér hjá Molde og hjá Cardiff. Það var því fullkomlega eðlilegt skref fyrir mig að hafa samband við hann,“ sagði Solskjær. „Hann kom síðan í heimsókn til okkar og ræddi við mig og starfsfólkið sem var frábært. Við vitum það að hann veit allt um fótbolta. Hann er samt að verða gamall og ég get ekki hringt í hann í hverri viku. Ég hitt hann samt eftir leikina í svítunni hans á Old Trafford. Það er alltaf gaman að sjá hann þar í kringum vini sína,“ sagði Solskjær. Það er hægt að horfa á allt MUTV-viðtalið við Ole Gunnar Solskjær með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Kansas frá Kansas til Kansas Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira